Leita í fréttum mbl.is

Vísvitandi lygi og óþverraskapur

xdHvað mál ætli það séu sem Ragnheiður Elín heldur að almenningur sé óánægður með að þingmenn séu að ræða? Mér dettur í hug að fyrrum aðstoðarmaður Gjeirs Haaarde eigi við Landsdómsmálið. Ef ég hef á réttu að standa, get ég frætt Ragnheiði Elínu um það, að almenningur var ekki óánægður með að til hafi staðið að draga fjóra hrunráðherra fyrir Landsdóm; almenningur er hinsvegar mjög óánægður með að alþingismenn höfðu ekki, sökum grófrar spillingaráráttu, döngun í sér til að ákæra alla fjóra.

Auk þess væri Ragnheiði Elínu hollt að halda því til haga, þegar hún er í fjölmiðlaviðtölum, að Sjálfstæðisflokkurinn hennar á langmesta sök á uppboðahryðjunni sem nú gengur yfir. Að kenna núverandi ríkissjórn alfarið um það ástand er hvort tveggja í senn, vísvitandi lygi og óþverraskapur.


mbl.is Verðum að koma okkur að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega, vísvitandi lygi og óþverraskapur. Áttir þú von á einhverju öðru?

Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei, ég átti reyndar ekki von á öðru úr þessari áttinni.

Jóhannes Ragnarsson, 1.10.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikið er nú gott að enn finnast einhverjir sem eru ánægðir með stjórnina og störf Alþyngi.

Ragnar Gunnlaugsson, 1.10.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband