Leita í fréttum mbl.is

Sannpápískur kardínáli og eftirmálar af bílskúrsglæp

KizzÉg sé minn gamla félaga úr Alþýðubandalaginu, herra Ólaf Ragnar Grímsson, sitja andaktugan yfir sendingunni frá Hreyfingunni, eins og sannpápískan kardínála yfir guðdómlegu kraftaverki. En það er heldur ekki á hverjum degi sem forseti lýðveldisins er hvattur til valdaráns. Það væri svo sem nógu fróðlegt og skemmtilegt að sjá herra Ólaf Ragnar setja af ríkisstjórn, sem hefur lýðræðislega kjörin meirihluta á bak við sig, og dubba Margréti Tryggva, Tryggva Þór og Gvend Steingríms upp til neyðarstjórnar.

Annars er það helst af Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra að frétta, að hann hefur farið hulduhöfði í dag eftir að eiginkona hans stóð hann að óguðlegum verknaði með vinkonu þeirra hjóna í bílskúr. Þá er og komið á daginn að Indriði handreður, eiginmaður hinnar bersyndugu Máríu borgargagns, lá í leyni meðan Kolbeinn og Máría athöfnuðu sig í bílskúrnum og tók allt framferði þeirra uppá myndband og var Máría með í ráðum um myndatökuna, sem Kolbeinn vissi ekki um. Á meðan liggur frú Ingveldur fótbrotin á sjúkrahúsi með vasapela undir sænginni og hefur í heitingum við allt og alla.

 


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ah.............

Níels A. Ársælsson., 14.10.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband