Leita í fréttum mbl.is

Er UVG að losna úr hlekkjum skítaklíkunar ?

rev8Fram að þessu hafa Ungir vinstri grænir verið ósköp lítilfjörleg undanrennusamtök þar sem meiningarlitlir krakkar hafa kappkostað við að kvaka eins og Steingrímur, Álfheiður og Svavarsfjölskyldan hefur boðið þeim. Eingin róttækni hefur þjakað þessi grey og enginn svosem búist við neinu af þeim nema einhverju hallærislegu og tilgerðarlegu undanrennuglundri.

En nú bregður svo við að UVG heldur landsfund og afgreiðir býsna kröftugar ályktanir með dálítið öðrum blæ en leyfst hefur þar á bæ fram að þessu. Það er engu líkara en unga fólki í VG hafi losnað úr álögum, brotið af sér hlekki skítaklíkunnar sem kennd er við Flokkseigendur. Dæmi um snjalla og ánægjulega ályktun á nýliðnum landsfundi UVG er ályktunin um sjávarútvegsmál, sem hér fer á eftir: 

Um sjávarútvegsmál

Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Reykjavík 15. og 16. október 2010, lýsir yfir vonbrigðum með að þingflokkur Vinstri grænna hafi tilnefnt Björn Val Gíslason, þingmann flokksins í starfshóp um endurskoðun á fiskveiðistjórnun. Björn Valur er starfsmaður stórútgerðarinnar Brims og því vanhæfur sökum hagsmunatengsla. Landsfundur lýsir því yfir að samningaleiðin sé algjörlega óásættanleg niðurstaða og gangi í berhögg við stefnu VG.

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ályktað að fiskveiðistjórnunarkefið í núverandi mynd sem komið var á undir forystu Sjálfstæðisflokksins þar sem framsal aflaheimilda er leyft sé mannréttindabrot. Það er hlutverk ríkisstjórnar Vinstri grænna að bylta fiskveiðistjórnunarkerfinu ogbyggja upp nýtt og sanngjarnt kerfi með félagsleg sjónarmið að leiðarljósi.


mbl.is Nýr formaður UVG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband