Leita í fréttum mbl.is

Verkalýðsforstjórar setja upp leikrit

asiÞað stórbrotið, svo ekki sé meira sagt, að fígúrurnar í fararbroddi Starfsgreinasambandsins skuli á þessum tímapunktir, þegar flest eða allt er í kaldakoli í þjóðfélaginu, ætla að stökkva fram með kröfugerð uppá að lágmarkslaun fari yfir 200 þúsund krónur á mánuði. Þetta sýndarmennskuflan verkalýðsforstjóranna, sem láta verkafólki borga sér 600 - 800 þúsund á mánuði og jafnvel þaðanaf meira, sýnir sennilega betur en flest annað hverskonar skítseyði eru þar á ferð. Hvernig stendur t.d. á að umræddir verkalýðsforstjórar fóru ekki fram á mannsæmandi lágmarkslaun á ,,góðærisárunum" miklu? Hvernig dettur þessum vitleysingum í hug að hægt sé að ná fram slíkri kröfu nú?

Auðvitað meina Kristján úr Keflavík, Björn einingardraugur á Akureyri og Skúli Thor ekkert með 200 þúsunda kröfugerðarfjasi sínu. Af þeirra hálfu er krafan um 200 þúsundin einungis auðvirðilegt leikrit þar sem markmiðið virðist vera hjá höfundunum að slá sig til riddara með því að spila með verkafólk, - einn ganginn enn.

Svei ykkur auðvirðilega auðvaldshyski. 


mbl.is Lægstu laun yfir 200 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já skítseyði er rétta orðið yfir þessa vitleysinga.

Var ekki Kristján Keflavíkur-gráni einn af þeim sem lagði Sparisjóðinn okkar í gröfina og þáði ríkuleg laun fyrir frábærlega vel unnin störf á þeim vettvangi ?

Níels A. Ársælsson., 29.11.2010 kl. 22:31

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvernig eiga þeir annars að geta réttlætt sín eigin laun. 

 Verkalýðsforingjar nútímans eru í mínum huga hvítflibbaafbrotamenn. 

 Gullna reglan hefur algjörlega farið fram hjá þeim, svo mikið er víst.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.11.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband