Leita í fréttum mbl.is

Tottar ríkisspenann allt hvað af tekur

Hannes og miltonJahérna, er Hannes Hólmsteinn Gissurarson ennþá prófessor við Háskóla Íslands? Ég hélt í einfeldni minni að þessi mikli vinur einkaframtaks og einkavæðingar væri löngu farinn af ríkisspenanum. En nei ónei, karltuskan liggur sem fastast í hlýjum bómullarkassa ríkisins með sjálfann ríkisspenann uppí sér og tottar allt hvað af tekur enda feitur orðinn og félegur.

Nú, það stendur í frétt mbl.is að Hannes Hólmsteinn sé prófessor í stjórnmálafræði. Því trúi ég nú ekki nema í meðallagi. Ég hefi nefnilega alltaf haldið að prófessorar í stjórnmálafræði hefðu einlægt eitthvert vit, þó ekki væri nema lítilsháttar, á stjórnmálum. En það má svo sem vel vera misskilningur hjá mér að nauðsynlegt sé að stjórnmálaprófessorar hafi vit á stjórnmálum, ef svo er þá er aurunum sem ríkið borgar Hannesi í laun fyrir að prófessorast vel varið.


mbl.is Undrast að Bandaríkin skuli ekki gæta skjala betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: predikari

Þínar skoðanir eru semsagt

A) Bara ríkissinnar og kommúnistar ættu að vinna við að mennta fólk á Íslandi.

B) Fólk sem er ekki sammála mér er ekki alvöru stjórnmálafræðingar.

predikari, 4.12.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig kemstu að þessum merku niðurstöðum varðandi skoðanir mínar, predikari góður?

Jóhannes Ragnarsson, 4.12.2010 kl. 20:28

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk....takk.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.12.2010 kl. 21:47

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einhver hefði í sporum Katrínar Jakobsdóttur haft sem forgangsverkefni að hreinsa Háskóla Íslands af þessari óværu. Aðspurð kvaðst hún hafa fremur viljað að háskólayfirvöld hefðu sjálf tekið af skarið eftir dómsmál um höfundarrétt þar sem fjölskylda Halldórs Laxness fór í mál við hægrimanninn sem taldi sig vera í fullum rétti að hagnýta sér höfundarrétt sem öðrum tilheyrði.

Þessi afstaða er eðlileg enda á æðra stjórnvald ekki að grípa fram fyrir hendurnar á lægra stjórnvaldi jafnvel þó ákvörðun þess kunni að orka tvímælis en í þessu máli reyndi auðvitað á mannréttindi manns sem líklega á ekki auðvelt með að fá vinnu annars staðar nema ef vera skyldi á Morgunblaðinu.

Um ráðningu Hannesar í HÍ var mjög mikið deilt á sínum tíma og áhöld hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki beitt Háskólann valdníðslu. Það var nefnilega svo að á þeim tíma þegar HHG var troðið með pólitísku valdboði í Félagsvísindadeild, voru aðrar óskir um fjárveitingu vegna annarra verkefna. Rökstuðningur þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins voru þau að allt of margir vinstri menn væru við kennarastóla þar. Með sömu rökum hefði mátt fjölga vinstri mönnum í aðrar deildir Háskólans þær sem þekktastar voru fyrir hægri menn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband