Leita í fréttum mbl.is

SÚS ekki samkvæmt sjálfu sér, sem er að vísu skiljanlegt

AuðvaldskrakkiÞað er mikið undrunarefni, svo ekki sé meira sagt, að Samband ungra sjálfstæðismanna, SÚS, skuli leggja til að Jóhanna Sig. og Steingrímur J. segi af sér embættum.

En fyrst að hinir ungu íhaldsböðlar vilja að Jóhanna og Steingrímur segi af sér útaf Icesave samningunum, þá er enn meira undrunarefni að þeir skuli ekki ganga alla leið og heimta að Sjálfstæðisflokkurinn, sem svo sannarlega er holdlegt foreldri Icesave-glæpsins, verði þegar í stað bannaður með lögum eins og hver önnur hættuleg glæpasamtök sem almenningi stafar hætta af.

Þá væri full átæða fyrir ungu auðvaldssinnafíflin að krefjast afsagnar allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sæti áttu á Alþingi 2008 og sitja þar enn sem fastast. En það er víst ekki, af skiljanlegum ástæðum, hægt að krefjast þess að SÚS sé samkvæmt sjálfu sér þegar stjórnmál eru annars vegar.

En mest er ég þó hissa á mbl.is að éta upp og birta hið illa innrætta skítbuxnakjaftæði sem lekur eins og viðurstyggileg forarvilpa frá Samtökum ungra sjálfstæðismanna, SÚS.


mbl.is Vilja að Jóhanna og Steingrímur víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband