Leita í fréttum mbl.is

Gakktu í Framsókn og gamnaðu þér við ...

xv9_1048469.jpgSteingrímur J. Sigfússon er meiri vinur ASG en íslenskrar alþýðu; hann er miklu meiri vinur sægreifanna og kvótakónganna en verkafólksins sem þeir arðræna; honum er margfallt meira umhugað að hafa ráðherrastól undir rassinum á sér en að standa við stefnu VG varðandi Evrópusambandsaðild; honum geðjast mun betur að því falla í ónáð þeirra sem vilja raunverulegar og gagngerar breytingar á þjóðfélaginu en að styggja auðvaldið með því að berjast á móti því að íslenskur almenningur borgi Icesave-glæpi þess.

Þessi viðhorf Steingríms hafa svo sannarlega flokkast undir ,,visst" áfall fjölmargra liðsmanna og kjósenda VG.

Nú, þegar þessi stórundarlegi, að ég ekki segi nauðaómerkilegi, stjórnmálamaður hefur svo gott sem vísað þremur alþingismönnum VG úr flokknum og veit minnsta kosti þremur til viðbótar sem eru á sömu línu og Lilja, Atli og Ásmundur, er komið að leiðarlokum í VG. Vinstri armur VG, sósíalistarnir, verkalýðssinnarnir munu lifa góðu lífi áfram án Steingríms, Álfheiðar og Svavarsfjölskyldunnar, innan VG eða utan.

Steingrímur getur auðvitað haldið áfram í ríkisstjórn þó uppundir helmingur þingflokks VG hverfi á braut. Þingflokkur Framsóknarflokksins bíður í forstofunni eftir að komast uppí hjá Steingrími og Jóhönnu eftir að þau hafa rekið Ögmund Jónasson og Jón Bjarnason öfuga útúr á Stjórnarráðinu.

Já, Steingrímur minn J. Sigfússon, ráð vil ég yður gefa: Gakktu í Framsókn og gamnaðu þér við að geta uppá hvað þú átt marga mánuði eftir með ráðherrastól undir rassinum. Það er hæfileg iðja fyrir mannkynsfrelsara eins og þig. 


mbl.is Visst áfall segir Steingrímur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Steingrímur á ekkert erindi í Framsókn, við erum ennþá að jafna okkur eftir síðustu útreið Dóra og félaga.. Það er alveg nóg í bili...

Eiður Ragnarsson, 17.12.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Steingrímur J. og Ólafur Ragnar eiga það sameiginlegt fyrir utan að vera fyrrverandi Allaballar, að þeir voru báðir stækir vinstri Framsóknarmenn. Einn góður kommi úr elítu Norðfjarðarkommanna sagði við mig að lokinni sameiginlegri "yfirreið" efstu manna á listum flokkanna : " sannaðu til kæri vinur, þessi ungi framsóknarmaður, Ólafur Ragnar, á hvergi heima nema í okkar góða flokki " Svo mörg voru þau orð.

Kveðja, KPG.



Kristján P. Gudmundsson, 17.12.2010 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband