Leita í fréttum mbl.is

Góða Konan auglýsir ótakmarkaða hjartagæsku sína

kapital13Hún veit hvernig hún á að auglýsa sig, blessuð Góða Konan í Fjölskylduhjálpinni, enda er góðmennsku hennar engin takmörk sett og varla verra að gera útá fátæklinga en annað í dýrðarríki frjálshyggjunnar. Það er auðvitað gráupplagt og alveg nauðsynlegt, þrátt fyrir að það sé í blóra við kenningar litla sóíalistans frá Nasaret, að láta alla vita um ótakmarkaða gjafmildi sína, góðan hug; það gerðu Björgólfur og Jóhannes í Bónus og þeirra líkar með frábærum árangri á meðan þeir skófu og sleiktu banka og fyrirtæki að innan þangað til minna en ekki neitt var eftir.

Og nú er Góða Konan í Fjölskylduhjálpinni farin að bjástra við útrás eins og Bjöggarnir, Bakkabræður og Hannes Smára, og ætlar að opna góðgerðarstöð, sjálfri sér til dýrðar, í Grundarfirði. Reyndar botna bæjarstjórar, bæjarstjórnarmenn, prestar og félagsþjónustan á Snæfellsnesi ekkert í innrás Góðu Konunnar á Snæfellsnes og hafa á orði að segja af sér ef rétt reynist að Góða Konan hafi rétt fyrir sér með að á Snæfellsnesi búi tötrum klæddir íbúarnir við hugursneyð.

En þó að Góðu Konunni liggi mikið á að básúna umhyggju sína fyrir efnalitlu fólki, er svo komið að varla verður undan vikist að rannsaka stafsemi hennar. Of yfirvöld á Snæfellsnesi verða að bretta upp ermar og kanna ofaní kjölinn hvort ástandið á Nesinu sé með þeim hætti að bráðnauðsynlegt sé að starfrækja ölmusugjafaþjónustu í Grundarfirði. 


mbl.is Segir áform Fjölskylduhjálpar undarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það hlýtur nú að koma í ljós þegar Fjölskylduhjálpin opnar hver þörfin er.

Ef engin kemur er engin þörf.

Ef einhver kemur er einhver þörf.

Þetta eru nú eðli máls viðkvæm mál en vissulega þurfa þau umfjöllun en það þarf að fara með gætni með máli.

Lögum samkvæmt eiga sveitarfélög að aðstoða fólk ef bjargarskortur verður og af þeim sökum er þetta viðkvæmt fyrir samfélagið ef rétt reynist.

En um það hef ég engar forsendur til að taka afstöðu til málsins.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 18:08

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Tek undir að þetta er sérkennilegt mál. Undarlegt ef sveitarstjórn og presturinn hafi ekki hugmynd um þörfina ef hún þá er. 

Annars væri það svo sem ekki í fyrsta sinn að þeir sem eiga að standa vaktina sofni.

Svo er líka spurning hvort fólk mæti ekki bara til að drýgja tekjurnar. Nægur hefur áróðurinn verið fyrir því að það sé síður en svo skömm að leita sér aðstoðar. Enda hefur það komið á daginn að margir haga sér svona

  1. Borga reikninga
  2. Áfengi og tóbak
  3. Áskrift að stöð 2
  4. Föt og þess háttar
  5. Önnur afþreying
  6. Matur, ef það er þá einhver afgangur.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.1.2011 kl. 20:02

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og þörf umræða. Og skemmtilegur að lesa líka...

"Brennivínið og tóbakið er orðið svo dýrt að maður hefur ekki efni á mat lengur"...og tek ég undir með Þóru hérna.

í Svíþjóð er búið að setja upp "fátæktarmörk", svona viðviðun sem notuð er til að skilja ef maður er fátækur eða ekki. Það er ekkert sjálfsagt mál að vera meðvitaður um það mál.

Minnki maður utanlandsferðir úr tveimur í eina á ári, er maður orðin fátæklingur samkvæmt þessu viðmiði. Ég hef verið að útskýra þessi fátæktarvísindi fyrir konu úr sveit í Kína, enn hún nær ekki rökfræðinni.

Þetta er eins og með fyrirtæki sem höfðu gert ráð fyrir svona og svona miklum gróða á árinu. Svo kom í ljós að gróðin varð minni enn gert var ráð fyrir.

Þá er farið að tala um tapár....

Óskar Arnórsson, 14.1.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband