Leita í fréttum mbl.is

Þegar þarfanautið Napóleon var gerður að heimilisdýrlingi

holy3Hið kátlega uppátæki kattólikkanna, að gera Jóhannes páfagauk II. að dýrlingi minnir mann einna helst á þegar fólkið á Varmastöðum gerði þarfanautið Napóleón að heimilisdýrlingi eftir að hafa skotið hann til bana og étið hann eins og soltnir úlfar.

Hafi hinn burtsofnaði páfagaukur gert einhver kraftaverk þá hafa þau verið framin á vettvangi spilagaldra og pókersvindls, lengra hefur sá góði pólski páfagaukur ekki náð á sviði kraftaverka.

En peðfullir kattóskir kirkjuhöfingjar eru glaðsinna menn; þegar þá langar í fleiri dýrlinga þá búa þeir til fleiri dýrlinga og halda uppá það með hressilegri svallveislu þar sem áfengi og kvenfólk er haft við hönd.


mbl.is Páfi gerður að dýrlingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er vel til fundið að taka Jóhannes Pál páfa II í tölu dýrlinga, hann var maður sannheilagur um sína daga, situr nú í höllu Drottins og ráðslagar með honum virka daga og það er gott fyrir okkur synduga íhaldsmenn að leita á náðir svo heilags manns, hann mun tala okkar máli við séffann og allt fellur í ljúfa löð.

Baldur Hermannsson, 14.1.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband