Leita í fréttum mbl.is

Bánkamún, Frans Mongóli og félagi Ólafur Ragnar

org1.jpgÉg hefði haldið að við Íslendingar hefðum nóg með okkar helvísku Bánkamúna svo ekki væri á bætt af forseta vorum, félaga Ólafi Ragnari Grímssyni, að draga karlinn Bánkamún frá Smeinuðu þjóðunum hingað til lands. En þar sem félagi Ólafur Ragnar hefur alla tíð verið sannur kommúnisti inn við beinið fyrirgefst honum þetta ráðbrugg.

Fátt veit ég um þennan Bánkamún, sem félagi Ólafur Ragnar vill endilega fá í heimsókn. Ekki hefur farið orð af því að hann sé spaugsamur grínisti, ölkær gleðimaður eða frekur til kvenna. Eiginlega virðist karlinn vera ein allsherjar hrútleiðinleg flatneskja og sviðin þurrkunta, sem í flestum stöðum væri ekki talinn í húsum hæfur.

Þó veit ég að Bánkamún hjá Sameinuðu þjóðunum er asískrar ættar, rétt eins og Frans Mongóli, sem almennt er talinn hinn mesti fantur og illmenni, sem uppi hefur verið við Breiðafjörð síðan Víga-Styrr vó menn síðast í Vestfirðingafjórðungi. Það er von mín, og vonandi flestra annarra, að Bánkamún, sameinuðuþjóðabarún, taki ekki upp þráðinn þar sem frændi hans, Frans Móngóli, sleppti honum fyrir rúmlega 100 árum, meðan hann verður gestur félaga Ólafs Ragnars á Íslandi.

Þess má að lokum geta, að þau urðu endalok Frans Mongóls, að hann fór í siglingar á erlendum skipum árið 1908, og þar var hann drepinn í uppreisn um borð í skútunni.


mbl.is Bauð Ban Ki-moon til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband