Leita í fréttum mbl.is

Þeir voru fullir

drunk5_1055369.jpgÞað var ljóta hollingin á þessum íslensku drengjum sem voru að myndast við að spila handbolta á móti Þjóverjum, þeirri reglusömu þjóð, í dag. Ekki leyndi sér að þessir stekkjastaurar komu beint af kránni í leikinn, hver öðrum valtari á fótunum með aulagrettur á trýnunum. Og því fór sem fór.

Ég legg þvi til að íslenska handboltalandsliðið verði sent heim strax í fyrramálið til að fyrirbyggja að þessir óreglupésar fái fleiri tækifæri til að gera okkur til skammar þarna úti í Svíþjóð. Það er ekki leggjandi á eina þjóð, sem fórst því sem næst í frjálshyggjuglæpahruni fyrir tveimur árum, að þurfa að þola auðmýkjandi tap í handbolta fyrir Þjóðverjum, af því að svokallaðir ,,landsliðsmenn" okkar töldu að besta upphitunin fyrir landsleik af þessu tagi sé að ráfa útá krá og þamba í sig áfengi.

En nú er mælirinn sem sé troðinn, skekinn og fleytifullur. Héðan í frá eigum við einungis að senda þroskaða og grandvara bind-ind-indismenn til kappleikja fyrir Ísland hönd gegn erlendum þjóðuð, svo sama sagan endurtaki sig ekki ár eftir ár.


mbl.is „Of mörg aulamistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fyrirbyggja að... fái ekki fleiri tækifæri. Tvítekin neitun verður öfug meining. Sem sagt, tryggja að þeir fái fleiri tækifæri... Vanda sig.

corvus corax, 23.1.2011 kl. 07:36

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakka þér ábendinguna, corvus. Það er ekki nema von að maður geri mistök þegar hugaræsingurinn og tapsárindin eru allsráðandi. En nú skal tvítekna neitunin leiðrétt.

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2011 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband