Leita í fréttum mbl.is

Þvílík bölvuð skömm að þessu

drunk14.jpgÍ mesta grandaleysi og algjörlega óvart settist ég fyrir farman sjónvarpið í kvöld og horfði og hlustaði í fátæklegum einstæðingsskap mínum á Söngvakeppni sjónvarpsins. Þegar ég stóð upp aftur að leik loknum, var mér innanbrjósts eins og ráðvilltum þorski sem núbúið er að slægja. Það verður þó að segja þessum hroðalega dagskrárlið til hróss, að ekki vantaði þar öskrin og óhljóðin, sem á vissum punktum voru þess eðlis að ég var handviss um að nú væri verið að drepa einhvern í alvörunni. En ósköp voru nú lögin sem borin voru fram einstaklega ljót og leiðinleg og dapurlegt á að hlýða hve söngvurunum gekk illa að halda lagi; þetta minnti mann mest á sperrta kalla sem eru að taka lagið í réttunum, ef ekki frassketti að slást.

Yfirbugaður stóð ég upp frá sjónvarpinu svartsýnni en nokkurntímann fyrr og bað Drottinn í heitri bæn að refsa mannkyninu ekki harkarlega fyrir þessa hjárænulegu söngvakeppni. En því miður er ég ekki beinlínis trúaður á að Drottinn minn taki nokkuð tillit til bænar minnar; það eru nefnilega takmörk fyrir hverju Drottinn tekur mark á í bænastagli til hans því sumt er þess eðlis að ekki einusinni guðdómurinn getur orðið við því, hvað þá aðrir.

En verst fannst mér þó að sjá hvað stelpuboran hún Jóhanna Guðrún hefur lagt af uppá síðkastið. Ég hélt hreinlega að hýn myndi hrynja til grunna þegar hún æpti hvað mest og baðaði út höndunum. Það þarf tilfinnanlega að stríðala hana á hrognum og lifur með rjóma og bræddu hrútaspiki útá, ef hún á að komast til Þýskalands til að öskra í úrslitakeppninni.


mbl.is Nótt og Eldgos áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er þó frábært að sjá það, Jóhannes, hve góður innblástur þessi þáttur varð þér til fyndinnar bloggfærslu, og alveg er ég handviss um, að þessi uppskrift þín í lokin dugar til að koma fínu sköpulagi á hana Jóhönnu Guðrúnu.

Jón Valur Jensson, 23.1.2011 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband