Leita í fréttum mbl.is

Vegur vænkast. Hrossakaup. Og faðirvorið á egypsku.

xv9_1057606.jpgNú er svo skemmtilega komið fyrir honum Steingími okkara hérna J. að honum er hvergi fagnað jafn innilega og í Sjálfstæðisflokknum og vissum hluta Samfylkingarinnar. Þykir mér vegur bóndasonarins að norðan hafa vænkast verulega eftir að mikilar ástir tókust með honum og erkiíhaldinu, enda sendi hann son sinn eingetinn, Björn Val Brimz, útaf örkinni til að kvótakerfi Þorsteins Más og LÍÚ öðlaðist eilíft líf með þjóðinni. Þá hefir Steingrímur, eins og sönnum mannkynsfrelsara sæmir, lagt á sig ómælt erfiði til að fremja kraftaverk á steindauðum fjámála- og trygginafyrirtækjum, mammoni til dýrðar, og reist þau upp frá dauðum eins og hverja aðra Lazarusa. Og kapítalistarnir hafa jafnóðum klappað honum lof í lófa.

Og nú hafa menn gert heilög hrossakaup: Fígúrurnar í Sjálfstæðisflokknum hafa fallist á að greiða götu óskabarns Steingríms og Jóhönnu, Icesave-samningsins, en fá á móti, ef að líkum lætur, lítið breytt kvótakerfi, sem LÍÚ-klíkan getur hæglega samþykkt.

Já piltar mínir, það ætlar að rætast skemmtilega úr honum Steingrími okkar. En hvað sósíalistar eru að gera við þennan bögubósa fyrir formann hjá sér er samt hálf óhugnanlegt. Enn óhunanlegra er þó að almennir flokksmenn í VG skuli ekki fyrir nokkru síðan hafa tekið túnisísku aðferðina á karlinum og kennt honum faðirvorið á egypsku.


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fari það grábölvar, nú þarf að fara bónbjargarleið til forsetans og fá hann til að skrifa ekki undis ósköpin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjarni Ben ber sýnilega hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Það er ekki nóg að hugsa einn leik fram í tímann.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 21:55

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jóhannes, nú er ekki annað hægt en að taka heilshugar undir með þér hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar, hann ætti að banna með lögum eins og hver önnur glæpasamtök.

Magnús Sigurðsson, 2.2.2011 kl. 23:32

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ágætur Jóhannes en bara ágætur ;)

Jón Snæbjörnsson, 3.2.2011 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband