Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega siðlausir og ábyrgðarheftir bæjarstjórar.

xd17.jpgÞað er vægast sagt ótrúlegt siðleysi fólgið í því hjá umræddum sveitarstjórum að ganga fram fyrir skjöldu og heimta því sem næst óbreytt kvótakerfi. Það virðist með öllu hafa farið framhjá þessum greyjum að þeir starfa í umboði íbúanna í viðkomandi sveitarfélögum en ekki gæpasamtaka eins og Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ, sem í þessu tilfelli virðist vera raunin.

Ég veit ekki hvort fólk á að hlægja eða gráta yfir ósvífnum sveitastjórum bæjarfélaga, sem farið hafa mjög illa útúr kvótakerfinu, að rita nafn sitt undir kröfu um svo gott sem óbreytt kerfi, án þess að hafa minnstu hugmynd um hver vilji íbúanna er gagnvart kvótakerfinu. Enda vilja þessir hottinteglar ekki vita hvað lýðræði er, hafa óbeit á orðinu lýðræði, en taka þess í stað eins og hlýðnir hundar við skipunum frá leiðtogum lífs síns í spillingargreninu Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík. Að mínu mati er þetta fólk ekki hæft til að veita sveitarfélögum forstöðu sökum spillingarnáttúru og ábyrgðarleysis.

Það er víðar en í Túnis og Egyptalandi sem alþýða manna þarf lífsnauðsynlega að losna við ófyrirleitna ráðamenn. Íbúar sveitarfélaga á Íslandi hafa ekkert að gera með bæjarstjórafígúrur og bæjarstjórnarmenn, sem fyrst og síðast ganga erinda óprúttinna samtaka, sem komu þjóðinni nánast á vonarvol með siðleysi og hreinni glæpamennsku. 


mbl.is Bæjarstjórar vilja samningaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þjóðin vill fá að hafa sitt kvótakerfi í friði fyrir þusandi landkröbbum sem ekkert vita. Það er nú allt og sumt.

Baldur Hermannsson, 3.2.2011 kl. 10:31

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég fæ nú ekki séð að þessar bæjarstjórnanefnur séu þjóðin og landkrabbar eru þeir ágætir.

Hinsvegar er mér vel kunnugt um fjöldann allan af vinnandi fólki í sjávarútvegi og störfum tengdum sjávarútvegi sem að býður við kvótakerfinu og því sem innan þess viðgengst. Það eru einungis LÍÚ og Sjálfstæðisflokkurinn sem vill fá að vera í friði með ,,sitt kvótakerfi."

 Það er nú svo.

Jóhannes Ragnarsson, 3.2.2011 kl. 11:41

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er víða Túnisið.

Magnús Sigurðsson, 3.2.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband