Leita í fréttum mbl.is

Frægur fyrir að læsa sig úti á alltof litlum nærbuxum

gjh.jpgÞað telst vart til tíðinda á vissum bæjum að húsráðandinn læsi sig úti á nærbuxunum. Til dæmis þekki ég vinsælan viðskiptafræðing, sem einnig er gott tónskáld, sem hefur hvað ofaní annað staðinn að því að vappa í alltof litlum nærbuxum fyrir framan læstar útidyrnar hjá sjálfum sér.

Eitt sinn læsti þessi frumlegi viðskiptafræðingur og tónskáld, GJH, sig frammi á gangi á virðulegu hóteli. En í stað þess að leita umsvifalaust til starfsfólk hótelsins með vandræði sín óð hann um ganga eins og uppvakningur, meig þrívegis í blómapotta sem stóðu á göngunum og einu sinni í öskubakka í lyftunni.

Í annað skipti sprangaði GJH um götur heimabæjar síns á hinum sígildu alltof litlu nærbuxum eftir að hafa læst sig úti. Þetta var að morgni dags og krakkar komnir út að leika sér. Skipti engum togum, að þegar börnin sáu nærbuxnakarlinn koma aðvífandi, hófu þau þegar í stað að grýta hann með moldarkögglum og hrossataði og tóks með því að hrekja hann á flótta.

Í enn eitt skiptið af mörgum birtist umræddur GHJ á alltof litlu nærbuxunum á eldhúsgófinum hjá kvenmanninum B.B, Bjútý eftir að hafa anað óforvandis uppúr rúminu og útá stétt og læst útihurðinni kyrfilega á eftir sér. Kvenmaðurinn B.B. Bjútý rak samstundis upp gegnumnístandi ramavein þegar hún sá komumann, því henni datt ekki annað í hug en nú væri komið að einhverju afar ósiðlegu af hans hálfu, svo hún smeygði sér útum stofugluggann í hendingskasti og leitaði á náðir lögreglunnar.

Og svona mætti áfram telja útí hið óendanlega þau tilfelli sem viðskiptafræðingurinn og tónskáldið, GJH, hefur læst sig úti og vakið í framhaldi af því skelfingu samborgara sinna með tiltektum sínum.


mbl.is Læstist úti í óveðri á nærbuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband