Leita í fréttum mbl.is

Raunir Bjarnhéðins bryta og vélabrögð Andskotans

djöfsi3Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem menn lenda í vandræðum í með potta, þá andstyggilegu uppáfindningu Satans.

Við sem órum skipsfélagar Bjarnhéðins bryta, hér fyrir margt löngu, munum eins og gerst hafi í gær þegar hann komst í mestu ógöngur með potta sína. Tildrög þess máls voru á þá leið að Bjarnhéðinn hafði þá um nokkurt skeið verið býsna öfgafullur í áfengisneyslu, var eiginlega orðinn óreglumaður sem átti það til að gleyma að gefa okkur að éta á venjulegum matmálstímum; átti til að hafa stórsteikur á boðstólum klukkan hálfsjö á morgnana og eldaði þá gjarnan ekkert næstu 1 - 2 sólarhringana á eftir.

Svo kom að því dag einn að Bjarnhéðinn kom afar áhyggjufullur að máli við mig, kvaðs alveg ráðalaus með helvítis pottana því honum tækist ekki með nokkru móti að koma svo mikið sem einum vatnsdropa ofaní þá, hvað þá meir. Ég brást vel við erindi míns ástkæra yfirfóðrara og gekk með honum fram í eldhús. Þar sá ég tvo potta á rauðglóandi eldavélinni og sneru báðir botnumum upp. Ég bað matreiðslumeistarann sýna mér í hverju vandi hans væri fólginn og tók hann þá þegar að ausa vatni á pottana, sem rann auðvitað beint útaf þeim og ofaná eldavélina þar sem það varð samstundis að gufu með háværu hvissi og snarki. - Helvítis vatnið tollir með engu móti í pottunum, sagði Bjarnhéðinn, svo gjörsamlega mát að hann átti ekki fóður undir fat. - Nú, þeir snúa öfugt, svaraði ég og sneri pottunum á réttan kjöl. Þegar Bjarnhéðinn sá eftir dágóða umhugsun að ég hafði lög að mæla þakkaði hann mér innilega fyrir og varð svo glaður að hann sauð okkur í snarheitum kekkjótta aspassúpu, sem hann fullyrti að væri heimsins besta súpa og dásamlegur matur.

Eftir að hafa leyst vandamál Bjarnhéðins bryta hefi ég haft hálfgerða skömm á pottum og jafnan talið þá lymskufyllri vélabrögðum Andskotans. Enda kvað Andskotinn upphaflega fundið pottinn upp til að sjóða í sálir vondra manna og kvenna.


mbl.is Pottur gleymdist á eldavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband