Leita í fréttum mbl.is

Vantraustsyfirlýsingarnar sem vantar

Lilja Mós hefur áreiðanlega á réttu að standa með að flóð vantraustsyfirlýsinga á Ásmund Einar sé væntanlegt frá veikgeðja stjórnum svæðisfélaga VG í Norðvesturkjördæmi og jafnvel víðar.

Það vill nefnilega svo skemmtilega til að svæðisfélög VG um allt land eru meira og minna lömuð og óstarfhæf og hafa verið það lengi, auk þess að fjöldi fólks sem búið er að sjá í gegnum Steingrím formann og búrtíkasafn hans hefur nú þegar sagt sig úr flokknum eða er á leið út. Við slíkar aðstæður eru vantraustsyfirlýsingar svæðisfélaga VG afar traustar og merkilegar.

Hinsvegar sakna ég sárlega vantraustsyfirlýsinga svæðifélaganna á félaga Steingrím J. Sigfússon formann VG. Því ef einhver innan VG á skilið vantraust sinna eigin flokksfélaga er það þessi einkennilegi formaður. Mér var fullljóst fyrir einum sjö átta árum, að Steingrímur þessi væri óhæfur sem formaður stjórnmálaflokks sökum þess að hann er og hefur verið einungis formaður þess hluta VG sem er næglega til hægri fyrir hans smekk og eltir einstrengingshátt hans og svarthvítan hugsunarhátt, sem líkja má við skapgerðarbresti, á gagnrýnislausan og fleðulegan hátt. Formaður stjórnmálaflokks, sem er svo gáfaður að akta aðeins sem formaður ákveðinna aðila og klíku í þeim samtökum sem hann fer fyrir, er öldungis óhæfur formaður og hvergi heima nema á skranhaugi hvar geymd eru mislukkuð pólitísk fyrirbæri.

En hvað svo sem öllum vantraustsyfirlýsingum líður, þá verður varla úr þessu bættur skaðinn sem Steingrímur J., búrtíkur hans og dekurdýr hafa valdið sósíalískri hreyfingu á Íslandi síðustu 10 árin. Það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu er að stofna raunverulegan vinstriflokk, án Steingríms, Álfheiðar, Svavarsfjölsyldunnar, Árna Þórs og annarra slíkra vandræðamanna.  


mbl.is Spáir flóði vantraustsyfirlýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú ansi smeykur um að þessar vantraustsyfirlýsingar séu pantaðar. Nánast alveg viss um það og ég veit eins og þú hver pantaði.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 15:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er þetta ekki augljóst mál.  Gott hjá Ásmundi Einari hann verður bara að standa af sér þennan skít.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2011 kl. 17:06

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ásmundur stendur þetta af sér með glæsibrag. Tannlausir raugludallar geta ekki bitið svo undan blæði.

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband