Leita í fréttum mbl.is

Þar hafði hið grimma og guðlausa hjarta Gnarrsins það loksins af

Það var svo sem við því að búast, að ólukkans Gnarrinu tækist það ætlunarverk sitt að flæma Hönnu Birnu Valhallar grátandi úr embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur. Og í kaupbæti losnaði hann líka við frú Sóley Tomm úr stóli varaforseta borgarstjórnar. Fyrr má nú gagn gera!

Eins og áður hefur komið fram, eru Hanna Birna og Frú Tomm afar viðkvæmar sálir, þola illa áreiti, og verða einkennilega skapvondar þegar á móti bælæs í smáu sem stóru. Þessa veikleika stúlknanna hefir Gnarrinn notfært ser útí æsar af fullkomnum skepnuskap í anda Gorgs Bjarnfreðarsonar svo að lokum stóð ekki steinn yfir steini í sálalífi þeirra og þær flúðu af hólmi, niðurbrotnar og smáðar eins og Gamli Sorrý Gráni forðum daga.

Hvað við tekur hjá Hönnu Birnu og frú Tomm er ekki gott að vita, en sennilega verður það eyðimerkurganga sem bíður þeirra, a.m.k. fyrsta kastið. Þá gera ýmsir málsmetandi aðilar að því skóna, að frú Tomm hverfi á vit Sjálfstæðisflokksins, í náðarfaðm Hönnu Birnu og Guðlaugs Þórs, að eyðimerkurgöngu lokinni og muni herja þaðan á karlrembusvínið Gnarr Bjarfreðarson.

Auðvitað ætti að draga bévað Gnarrið fyrir lög og dóm fyrir meðferð þess á viðkvæmum sálum, fantaskap þess og íllt innræti. Í dýraverndunarlögum segir í 111. grein: ,,Að gleyma að gefa hundinum sínum að éta, ber merki um grimmt og guðlaust hjarta."  Það ber líka meðki um grimmt og guðlaust hjarta að flæma Hönnu Birnu og frú Tomm úr forsetastólum borgarstjórnar Reykjavíkur og slíkt á alls ekki að fá að líðast.


mbl.is Hættir sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband