Leita í fréttum mbl.is

Þegar sá gállinn er á honum

Djöfull er að lesa orðbragðið sem haft er eftir þessum Birni Blöndali, sem titlaður er aðstoðarmaður borgarstjóra. Ekki er nóg með að Blöndalur þessi þakki framlag Hönnu Birnu og frú Tomm í sömu tóntegund og hann væri að hreyta skömmum í hunda, heldur lætur hann að því liggja enginn héraðsbrestur sé í því fólgin að þær systur í pólitíkinni hrökkluðust eins og vængbrotnar krákur úr forsetastólum borgarstjórnar; það er engu líkara en Gnörrin og Blöndalir þeirra líti svo á að Hanna Birna og frú Tomm séu ekki neitt neitt, bara loft og endaleysa.

Nei, svona framkoma borgar sig ekki fyrir Gnörrin. Mér kæmi ekki á óvart þó handrukkarar Valhallar, væddir hafnarboltakylfum, rörbútum og keðjum, banki fljótlega uppá hjá borgarstjóranum og sýni honum undanbragðalaust hvar Davíð keypti ölið. Þá er ég illa svikin ef Fémínístafélagið lætur sitt eftir liggja að hegna Jóni Gnarr.

Aðför Jóns borgarstjóra Gnarr að þeim Hönnu Birnu og frú Tomm er sannarlega skítsleg og óviðunandi og minnir öðru fremur á fólskan heimilsföður sem finnur lífsgleðina helst í því að terroríséra eiginkonu sína og börn og leggur auk þess höndur á aldraða foreldra sína þegar sá gállinn er á honum.


mbl.is „Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband