Leita í fréttum mbl.is

Hlægilegasta ályktun ársins og jafnframt sú heimskulegasta

Þegar árið 2011 verður gert upp, verður sameiginleg ályktun VG-félaga í Grundarfirði og Stykkishólmi áreiðanlega útnefnd hlægilegasta ályktun ársins og jafnframt sú heimskulegasta í flokki ályktanna sem settar voru fram í fullri alvöru. Þvílíkir andskotans apakettir þessir vesalings nágrannar mínir.

Annars hafa þessir platkommar þarna innfrá alla tíð verið svo skemmtilega foringjahollir, að þótt Steingrímur J. ræki ryðgaðan gaddavír uppí endann á þeim myndu þeir brosa útað eyrum og hæla foringjanum á hvert reipi fyrir tiltækið. Auk þess skil ég heldur ekkert í þeim að álykta ekki gegn Jóni Bjarnasyni fyrir óþekkt hans við Steingrím og Samfylkinguna.

Ég, sem tók þátt í því á sínum tíma að stofna VG og á þar á ofan heima á Snæfellsnesi, styð Ásmund Einar heilshugar. Það er nefnilega svo, að Steingrímur J. og hans viðhlægendahirð innan VG hafa eyðilgt þennan flokk að svo miklu leyti sem hægt er að eyðileggja stjórnmálasamtök.

Það er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær ALVÖRU vinstriflokkur verður stofnaður og ég vona svo sannarlega að Ásmundur Einar verði í þeim flokki ásamt Lilju Mós, Guðfríði Lilju, Atla Gísla, Ögmundi og Jóni Bjarnasyni.


mbl.is Vilja að Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er þá meira Hel..... Þessir bannsettu Snæfellsbæingar að ybba gogg...

Það kom þó að því að ég yrði sammála þér...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson

Fyrverandi stjórnarmaður í félagi VG Grundarfirði.

Nú búsettur á Suðurnesjum og stuðningsmaður þremenninganna...

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 14:19

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þeir hafa ekkert sent frá sér ályktun sem segir að heiðurslistamaðurinn Þráinn Bertelson eigi að víkja og hleypa varamanni sínum að er það nokkuð?

Hreinn Sigurðsson, 24.4.2011 kl. 14:22

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei, Hreinn, ég veit ekki til þess að Steingrímur hafi pantað ályktun frá svæðisfélögum VG gegn Þráni Bert.

Þá er ekki síður merkilegt að svæðisfélögin í Norðvesturkjördæmi skuli ekki hafa lýst algjöru frati og vantrausti á Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir að svíkja stefnu VG í smáu og stóru og reka löngutöng framan í kjósendur flokksins með lítilmannlegu framferði sínu á Alþingi.

Og Ólafur Björn: Ég er Ólsari en ekki neinn bansettur ,,Snæfellsbæingur." En að gamni slepptu, þá koma viðbrögð fyrrum félaga þinna í Grundarfirði mér ekki á óvart, þeir eru þekktir fyrir að láta alla skynsemi lönd og leið þegar kemur að foringjahollustunni, því miður.

Jóhannes Ragnarsson, 24.4.2011 kl. 14:39

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég tók nú bara svona til orða en eins og þú segir "að öllu gamni sleptu"...

Ég er allveg sammála þér þar enda var ég líklega einn af fáum sem var innan raða VG á Grundarfirði sem ekki fylgdi foringjaræðinu. Ég hef mínar ákveðnu skoðanir og þingflokkur VG er ekki að fylgja stefnuskrá VG...

Það væri réttara að þessi flokksfélög færu fram á að allur þingflokkur VG segði af sér til að hleypa að þeim sem fylgjandi væru stefnuskrá VG í einu og öllu.

Með bestu kveðjum frá Suðurnesjum

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 14:59

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ó=lafur Björn,hver er stefna VG í dag ? 

Vilhjálmur Stefánsson, 24.4.2011 kl. 15:04

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála, Ólafur Björn, það væri rökréttara að þeir sem hafa farið á einbeittan hátt á svig við stefnu VG segi af sér. Ég get ekki stillt mig um að bæta við eftir allt sem á undan er gengið: Farið hefur fé betra.

Jóhannes Ragnarsson, 24.4.2011 kl. 15:04

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vilhjálmur Stefánsson, þú spyrð um stefnu VG en um stefnu VG má lesa hér: http://www.vg.is/stefna/

Þegar svo þú ert búinn að lesa hana þá getur þú skoðað verk þingflokks VG í ljósi stefnu VG annarsvegar og svo stefnu þingflokks VG hinsvegar en þar stangast nú ýmislegt á...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 16:49

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes. Farið hefur fé betra sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingar-siðaða! Held hún hafi fallið á siferðiprófi Sf-siðaðra?

 Evrópa hefur engan áhuga á svona ó-ábyrgum og ó-siðuðum Íslendingum eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur og hennar skoðana-systkinum! Sem vilja fá allt fyrir ekki neitt frá ESB-ræningjahítinni?

 Og vænta til og með virðingar þjóða heimsins fyrir sína afstöðu í þessum pólitísku græðgis-stríðsmálum á Íslandi! Hún sagði líka að stríðið í Lýbíu væri nauðsynlegt á þann hátt sem það er háð?

 Hún hefur ekki hugmynd um hvernig pólitíska heimsmafían er að misnota sitt vald til að hertaka olíuauðlindir Líbýu! Burt með svona kolruglað fólk eins og Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Íslenskum stjórnmálum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.4.2011 kl. 16:57

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Tek undir það sem þú segir hér að ofan, Anna Sigríður. Það er sannarlega alvarlegt vandamál hve alþingismönnum af sömu smæðargráðu og Þórunni Sveinbjarnardóttur hefur fjölgað á Alþingi; það er blátt áfram lífsnauðsynlegt fyrir okkur að grisja svo um munar þennan þórunnarskóg.

Jóhannes Ragnarsson, 24.4.2011 kl. 18:08

10 Smámynd: Sandy

Hægan,hægan Ólafur! Ég er ættuð þaðan og fullyrði að við ybbum aldrei gogg en stöndum á okkar sannfæringu. Hinsvegar hljóta forsvarsmenn flokksfélags VG í Stykkishólmi að vera aðfluttir þangað.

Ég tek heilshugar undir það með ykkur að þessi ríkisstjórn er alveg vonlaus og þyrfti að koma henni frá hið fyrsta. Það er þarna fólk sem kann enga mannasiði og sínir þjóðinni þvílíka óvirðingu ef við erum ekki sammála síðasta ræðumanni. Ég er einnig þeirrar skoðunar að ef Ásmundi verður gert að víkja þá ætti að láta Þráinn fara líka.

Sandy, 25.4.2011 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband