Leita í fréttum mbl.is

Að éta horaðan verkamann sér til hátíðarbrigða

Samningarnir sem Vilmjálmur Egilsson gerði við skrifstofusjakala ASÍ gefa ekki tilefni til fagnaðar af nokkru tagi, ekki einusinni vöffluáts. Í stað vöflubaksturs með sultutaui og rjóma hefði verið betur viðeigandi hjá ríkissáttasemjara að bjóða fulltrúum auðvaldsbesefanna í SA og sjakalagengi ASÍ uppá horaðan og skuldum sligaðan verkamann, léttsaltaðann og gufusoðinn, til að gæða sé á í tilefni dagsins. Þeir myndu eflaust snæða þann náunga af bestu lyst og heimtafleiri slíka á diskinn.

Ekki þar fyrir, þá efast ég ekki um, að Vilmjálmur og Gylfi, að ekki sé minnst á verkalýðshöfðingjann í Keflavík og Sigurð Bessason, myndu pluma sig vel á 182 þúsund krónum á mánuði og væru meir en til í að láta skera dulítið af þeirri upphæð ef það væri í boði. Þeir myndu eflaust með glöðu geði láta sér nægja lapþunnan hafragraut og bónuskaffi í hvert mál og ekki baun umfram það. 


mbl.is Samningum lýkur með vöfflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefði átt að setja hægðalyf í deigið?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband