Leita í fréttum mbl.is

Átak til anórexíu: - frá heilsuhreysti til skreiðarútlits -

Ég skil nú bara ekkert í heiðvirðum konum, sem líta út eins og glæsilegar prestmaddömur, að láta hafa sig útí svona helvítis, bölvaða vitleysu og standa svo kanske að lokum uppi, eða öllu heldur liggja útaf, eins og grásvartir anórexísjúklingar.

Ég skora á þá góðu Ástu Svavarsdóttur að gera bráða bót á ráði sínu og bjarga heilsu sinni og útliti með því að snúa sér aftur að sykri, kaffi og rjóma og skera þá hollustu ekki við nögl. Og það má Ásta Svavarsdóttir vita, að það fyrirfinnst enginn góðgjarn og velferðarsinnaður maður á landi hér sem óskar þess að hún dagi uppi í því virðulega ástandi sem einkennir blöðrur sem loftið hefur yfirgefið eða eins og þorskfiskur sem hangið hefur á rá í hálft ár. Sannir Íslendingar vilja að sínar konur líti út eins og þriflegar prestmaddömur, ljómandi af gleði og lífshamingju, ráðagóðar og símasandi. Eða eins og þjóðskáldið sagði sagði um konu sína þegar þau héldu uppá gullbrúðkaupið sitt: ,,Aldrei skítug, aldrei full, alveg ertu rétta sortin."   


mbl.is Átakið hjá Ástu fer vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

LOL

Líttu bara á tímaritaauglýsinga fyrir neðan fréttina.

umingja kvennfólkið er með þetta fyrir framan sig alla daga og heldur að þetta sé normið.

Þær mjónur sem þarna sjást eru allar búnar að fara í gegnum "photoshop aðgerðir" og líta ekki nálægt því sett sett er á prent.

Birgir Örn Guðjónsson, 7.5.2011 kl. 13:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru virkilega sorgleg skilaboð til ungra stúlkna um að séu þær ekki gangandi beinagrindur þá gildi  þær ekki í samfélaginu.  Þessi ágæta stúlka er bara flott. Hvað er að fólki, er ekki nóg af anorexíssjúklingum í samfélagin þó ekki sé verið að auglýsa svona vitleysu upp.   Þær geta bara gert þetta þegjandi og hljóðalaus.  En það er auðvitað ekki eins gaman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2011 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband