Leita í fréttum mbl.is

Þetta óþokkabragð skal í þjóðaratkvæðagreiðslu

Samkvæmt þeim fréttum sem borist hafa að væntanlegu kvótafrumvarpi er greinilegt að þar er á ferðinni svikagjörningur sem jaðrar við glæp. Með þessu óþokkabragði ríkisstjórnarinn er ljóst að þar á bæ meta höfðingjarnir samtryggingu fjórflokkanna meir en vilja kjósenda, alþýðunnar í landinu. Enda hefur þessi ríkisstjórnarnefna, sem ósvífin kvikindi kalla ,,vinstristjórn" bæði af illkvittni og heimsku, starfað eingöngu að því að endurreisa Gamla Ísland og það svo dyggilega að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hefðu ekki getað gert betur í þeim efnum.

Ef fer sem horfir með kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar, LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins, og það verður afgreitt sem lög frá Alþingi, verður þjóðin að rísa upp einn ganginn enn og safna undirskriftum til forseta Íslands til að gjörningurinn verði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu þarf ekki neinn Jesaja spámann til að spá um.


mbl.is Telja meirihluta á þingi fyrir málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"....ásættanlegt fyrir okkur í ríkisstjórninni" sagði Jóhanna forsætis. Er þá ráðstöfun þessarar dýrmætustu auðlindar þjóðarinnar ekki ætlað annað en að vera ásættanleg pólitísk lending fyrir ráðherrana?

 Ef þessi "ásættanlega" niðurstaða í umdeildasta og þýðingarmesta hagsmunamáli þjóðarinnar er á þá lund sem nú er talið víst þá er þessi ríkisstjórn fyrsta ríkisstjórnin í sögu þessarar þjóðar sem hæfir nafnið: hryðjuverkastjórn.

Þá hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar unnið óhæfuverk á þegnum þessa lands. Óhæfuverk er viðkvæmt orð og vandmeðfarið í pólitískri umræðu en ekkert annað orð hæfir betur þessum gerningi.

Árni Gunnarsson, 10.5.2011 kl. 14:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og já, undirskriftasöfnun þar sem skorað verði á forsetann að vísa lögunum til þjóðarinnar. Það verður svo næsta verk að finna ráð til að losa þjóðina við þetta fólk og það fyrr en seinna.

Árni Gunnarsson, 10.5.2011 kl. 14:56

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

E ekki tími til kominn að ráðast að rótum vandans og safna undirskriftum þar sem þjóðin lýsir yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þar sem krafist er að ríkistjórnin segi af sér.

Engin árangursrík aðkoma almenning hafa átt sér stað nema með undirskriftalistum sem meðal annars björguðu okkur frá Icesave ríkisábyrgð. Þar sem nokkuð ljóst er að búsáhaldabyltingin var bæði hönnnuð og borguð af vinstri flokkunum tel ég hana ekki með.

Anna Björg Hjartardóttir, 10.5.2011 kl. 15:07

4 Smámynd: Anna Guðný

Guð blessi Ísland og Ólsarann með

Anna Guðný , 10.5.2011 kl. 15:13

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Búsáhaldabyltingin var bylting grasrótarinnar og hún var lífsnauðsyn. Ertu kannski að ýja að því Anna Björg að stjórn fiskveiða þurfi að komast í hendur sjálfstæðismanna?

Ef svo er held ég að þú sért á villigötum.

Árni Gunnarsson, 10.5.2011 kl. 17:17

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála ykkur þremur, nema því sem Anna Björg segir um að vinstriflokkarnir hafi hannað og borgað Búsáhaldabyltinguna. Ég veit að margir sósíalistar tóku þátt í umræddri byltingu, en stjónmálaflokkar komu lítið sem ekkert að skipulagningu hennar. Búsáhaldabyltingin þróaðist sjálfstætt í kjölfarið á hruninu, síðan tóku Jóhanna og Steingrímur við afrakstrinum og sneru öllu á hvolf, enda eru þau mótfallin öllum byltingum.

Jóhannes Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 17:24

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Í yfirlýsigu frá Ríkistjórninni ersagt að kvótafrumvarpið sé þókknarlegt Ríkistjórninni, þeim varðar ekkert að mér skylst um hvað aðrir hafa að segja um frumvarpið. þeir sem stjóna Landinu í dag eru hinu mestu óþokkar sem Landslýður þarf að búa við.   

Vilhjálmur Stefánsson, 10.5.2011 kl. 19:20

8 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Er ekki að ýja að neinu Jóhannes . Það er bara mín persónulega sannfæring að brýnt er að koma þessari ríkisstjórn frá og að búsáhaldabyltingin hafi verið tilkomin eins og ég nefni - vissulega ekki hönnuð fyrir opnum tjöldum, allt leynilegt undir borðum. Auðvitað tóku margir aðrir þátt í mótmælunum bæði strax og þegar á leið, þar á meðal sólialistar eins og þú nefnir réttilega.

Anna Björg Hjartardóttir, 10.5.2011 kl. 19:46

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verður að koma "hyskinu" á haugana ef Ísland á að lifa.  Auðvitað er þetta allt í boði fjórflokksins, ef það verður ágreiningur um kvótafrumvarpið á alþingi verður þar enn eitt leikritið. Enda Steingrímur búinn að benda á að flestir flokkar ættu að geta verið sáttir.

Búsháhaldabyltingin var sjálfsprottin, vinstri elítan stal henni og Sigmundur Davíð var Jókerinn sem kom "hyskinu" til valda í miðri byltingu og bjargaði þar með fjórflokknum.  

Magnús Sigurðsson, 11.5.2011 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband