Leita í fréttum mbl.is

Eðlislægur óþokki sem svífst einskis, eða hvað?

Það er vægast sagt dæmalaus ósvífni af Steingrími J. Sigfússyni að halda því fram að svik ríkisstjórnarflokkana í fiskveiðistjórnarmálum Íslendinga sé sú grundvallarkerfisbreyting sem ríkisstjórnarflokkarnir hafi stefnt að. Ég veit ekki um nokkurn mann sem lagt hefur þann skilning í fiskveiðistefnu VG og Samfylkingar að festa eigi kvótakerfið enn betur í sessi, en það er verið að gera með nýtingarsamningum við LÍÚ-dólgana til allt að 22 ára.

En andskotans lygunum og blekkingunum sem vella uppúr Steingrími J. virðast engin takmörk sett. Mér er næst að halda að maðurinn sé eðlislægur óþokki sem svífst einskis til að halda ráðherrastólnum undir rassgatinu á sér, en umræddann ráðherrastól komst þessi loddari í fyrir tilverknað fólks sem trúði því að VG myndi beita sér af alefli fyrir afgerandi breytignum á sem flestum sviðum þjóðfélagsis, þar á meðal afnámi kvótakerfisins eftir svokallaðri fyrningarleið.

En nei ónei, Steingrímur J. er ekki maður neinna breytinga, allra síst í átt að sósíalisma. Hann er fulltrúi spillingar Gamla Íslands og endurreisn þess, AGS, Icesave, fjármagnseigenda, LÍÚ, samtryggingar fjórflokksspillingarinnar; með öðrum orðum er þessi manngarmur fyrirtaks kapítalisti.

Eftir rúma viku verður haldinn flokksráðsfundur VG. Á þeim fundi væri eðlilegt að Steingrími og öðrum í stjórn VG verði vikið frá og þeir reknir úr flokknum með öllum þeim skít og allri þeirri skömm sem það ólánsfólk á skilið.

 


mbl.is Sú breyting sem stefnt var að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burt með þetta lið, nú þarf að safna undirskriftum um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið, eins og lofað var.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála, Ásthildur Cesil, það verður að safna undirskriftum.

Hvað er orðið um þjóðaratkvæðamalið í Jóhönnu Sig? Jú, hún er búin að éta það ofaní sig eins og  allt annað.

Jóhannes Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 17:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli henni og Steingrími fari ekki að verða bumbult, og hvar er Ólína?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2011 kl. 18:53

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fyrir hverja vinna Steingrímur J og Jóhanna? er það fyrie AGS eða ESB ?Ekki er það þjóð vor.......

Vilhjálmur Stefánsson, 11.5.2011 kl. 12:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei svo sannarlega og traust mitt á þessum ráðamönnum er langt fyrir neðan núllið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 13:54

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ólína, já. Hún virðist allt í einu vera orðin ógurlega kát og segir fullum fetum að þjóðin sé búin að ná fiskveiðiauðlindinni aftur. Það er rétt að athuga innihald þeira orða, en ég er langt í frá sannfærður á þessari stundu. Ég hallast frekar að því að nú sé leikinn sjónleikur til að blekkja þjóðina.

Jóhannes Ragnarsson, 11.5.2011 kl. 20:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held það líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband