Leita í fréttum mbl.is

Eva Joly sagði fyrir að svona yrðu viðbrögð þeirra

Það þýðir nú lítið fyrir herra Haaarde að bera fyrir sig fyrir sig einhverja málsmeðferð, sem honum er ekki að skapi, og reyna að verja sig með hártogunum og ruglanda. Fyrir liggur að herra Haaarde ber tvímælalaust gríðarlega ábyrgð á Hruninu Mikla sem forsætisráðherra og þar áður sem fjármálaráðherra. Það liggur líka ljóst fyrir að hann á mun meira í umræddu Hruni en Ingibjörg Sólrún, Björgvin Sig. og Árni greyið Mathiesen. Það er auðvitað óásættanlegt að Ingibjörg, Björgvin, Árni og fleiri stjórnmálaafglapar sleppi við Landsdóm, en það jafnframt enn óásættanlegra að Gjeir Haaarde komist hjá því líka. Það var einfaldlega ekki hægt að láta þann pólitíska hrunagosa sleppa við að svara til saka.

Eva Joly benti okkur á fyrir nokkrum mánuðum, að viðbrögð hrunverjanna, sem dregnir verða fyrir dómstóla, yrðu einmitt með nákvæmlega sama hætti og herra Gjeir Haaarde býður landsfólki uppá nú. Til dæmis er kjaftæðið í Gjeir um að ákæra Alþingis á hendur honum sé pólitísk aðför að persónu hans, dæmigert fyrir menn sem kunna ekki að skammast sín fyrir stórkostleg afglöp sem varða alla þjóðina.

Það er afar sorglegt að verða vitni að því, að það fólk sem skapaði skilyrðin fyrir Hrunið með fáheyrðum athöfnum sínum, athafnaleysi og oft á tíðum dólgshætti, skuli ekki sýna ein einustu iðrunarmerki. Þvert á móti hefur þetta þokkalið látið fá tækifæri ónotuð til að reyna að ljúga sig af fullkominni forherðingu útúr öllum málum og rugla umræðuna með því að halda fram að efnahagsástandið sé núverandi ríkisstjórn að kenna! Ja, þvílíkur andstyggðar þvættingur og ófyrirleitni. Efnahagsástandið nú er engu öðru að kenna en þeirri stjórnmálastefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á árunum 1991-2009, lengst af með Framsóknarflokknum. 

Það væri ráðlegast fyrir mógúla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að halda tröntunum á sér saman fyrst um sinn, en leggja þess í stað alla áherslu á að læra iðrun og bera sig eftir að stunda heilbrigt siðferði í stað siðleysis.

 


mbl.is „Skýrslan var aðalheimildin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband