Leita í fréttum mbl.is

Maðurinn sem meig á gólfið

Það er heldur gáll á litla húskarlinum Framsóknarmaddömunnar þessa stundina. Nú heimtar hann eins og ekkert sé sjálfsagðara að ríkisstjórnin hækki virðisaukaskattinn á matvæli svo að Framsóknarflokkurinn geti sett lækkun á virðisaukaskatti í næstu kosningastefnuskrá sína. Ja, þeir eru gamansamir sveinstaularnir í Framsóknarfjósinu, og ekki eru griðkurnar þar síðri þegar spaug og glens er annarsvegar.

wc2Þó verð ég að viðurkenna, að framganga litla húskarlsins, Sigmundar Davíðs, í þessu virðisaukavandamáli minnir um margt á mann nokkurn sem láðist að stíga þrjú síðustu skrefin að klósettskálinni áður en pissaði, með þeim hörmulegu afleiðingum að hlandið úr honum fór útum allt gólf, öðru heimilisfólki til mikillar gremju.

En mikið helvíti er nú fjóshaugur gömlu Maddömunnar orðin risastór. Hann er svo stór að sjálft fjósið ásamt með húskörlum og griðkonum sjást ekki lengur fyrir honum. Verst er þó að þeir sem eiga stærstan þátt í að gera fjóshauginn svona gríðarstóran, þau Halldór, Alfreð, Finnur og Valgerður, harðneita að moka úr honum svo að Sigmundur húskarl og Vigdís griðkona fái séð til sólar meðan þau vinna verk sín smá og löðurmannleg.

Gamla griðkan sem dó.

Hún pissaði á vegginn og veggurinn hló.

Gamla griðkan sem dó.


mbl.is Virðisaukaskattshækkun á mat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú misskilur fréttina nokkuð hressilega Jóhannes. "Framsóknarmaddaman" eins og þú kallar Sigmund, er ekki að leggja til hækkun á virðisaukaskatti á matvæli, hann segist hafa fyrir því heimildir að Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi lagt þessa fjarstæðu til, enda kann sá maður enga aðra leið en skattpíningu!

Gunnar Heiðarsson, 8.8.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhannes minn mér sýnist hann nú frekar vilja að þessi óráðssíuríkisstjórn hækki EKKI vaskinn.  Ertu nokkuð að fá svona samfylkingar/VG blindu?  Vona ekki, því við erum á sama bát og viljum sigla burtu frá ESB og þessum þorskum sem svamla þarna í moðmiðjunni og vilja troða okkur inn í sambandsfjandann og allt sem þar er að finna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Smá leiðrétting: Sigmundur er auðvitað ekki Framsóknarmaddaman, Gunnar, hann er bara húskarl hjá Framsóknarmaddömunni.

Svo er ég, Gunnar og Ásthildur, ekki að misskilja neitt, hvað þá að ég sé kominn með ESB-heilkenni. En það getur stundum verið gaman að betrumbæta leiðinlegar fréttir.

Jóhannes Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 22:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey Jóhannes minn það væri ágætt að beina því frekar að þeim sem betur liggja við höggi eins og fóstbróðir þinn Steingrímur J.  Hehehehe mátulegt á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2011 kl. 22:52

5 Smámynd: Sólbjörg

Hvað eru leiðinlegu fréttirnar Jóhannes? Að ríkistjórnin ætli sér að hækka skatta á matvæli?

Eða að Sigmundur sé á móti slíkri skattahækkun?

Sólbjörg, 8.8.2011 kl. 23:01

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég nota kommentakerfið á Smugunni til að koma skilaboðum til Steingríms og hans hirðar, Ásthildur, þar svífur sko hinn rétti undanrennuandi yfir vötnum.

Sigmundarfréttin Davíðs er leiðinleg hvernig sem á hana er litið, bæði að ríkisstjórnin sé sögð ætla að hækka skatt á mannafóður og að Sigmundur þykist vera á móti því. Það er afskaplega mikið í það varið hjá Sigmundi að segjast hafa heyrt að ríkisstjórnin ætli að gera hitt og þetta en hann ætli að fella þetta hitt og þetta jafnhraðan. Þessháttar gera bara fávísir slúðurkallar, - og Framsóknarmenn.

Jóhannes Ragnarsson, 8.8.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband