Leita í fréttum mbl.is

Undirlagður af allskyns plágum

ös1Það kvað vera í mörg horn að líta hjá blessuðum utanríkisráðherranum okkar, honum Össuri Skarphéðinssyni, um þessar mundir. En Össur er sem, alþjóð veit, kræfur karl og hraustur og snýst í hringi út og austur og hefur var undan að berja á allrahanda plágum.

Ekki er nóg með að Össur karl krefjist þess að Assad sýrlandforseti taki pokann sinn, heldur krefst hann þess líka að Jón Bjarnason ráðherra víki, en sem kunnugt er leggur samfylkingarfólk Jón Bjaranason að jöfnu við Assad þennan og hans líka.

Ofan á þjáningar Össurar útaf Jóni og Assad bætist nú með fullum þunga við hin hræðilega skelfing að hann og Samfylkingin eru orðin gjörsamlega einangruð í ESB-þráhyggjunni. Í glímunni við að klessa Íslandi inní ESB á minn herra ekki lengur nokkurn vin nema Þorstein nokkurn Pálsson.

Af þessu má sjá að Össur utanríkisráðherra er kominn á endastöð í því pólitíska öngstræti og á ekki afturkvæmt þaðan. Það væri því affarasælast fyrir vesalings kallinn að segja af sér ráðherraembætti og hætta öllum pólitískum umsvifum. Það er nefnilega fyrir margt löngu komið nóg af vitleysunni hjá honum Össuri og með öllu óskiljanlegt að hann skuli ekki hafa hætt sínum pólitíska leikaraskap þegar hann náði þeim eftirsóknarverða árangi að hlotnast nafnbótina hrunráðherra á haustdögum 2008.


mbl.is Krefst þess að Assad víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband