Leita í fréttum mbl.is

Blauður ljósmyndari og hugprúður Ísmaður

beljaÞað að Ragnar Axelsson sé einlægt með óðan ísbjörn á hælunum bendir til að karlgreyið sé svo blóðhræddur við þessi dýr að hann leggi umsvifalaust á flótta ef hann sér þessháttar kvikindi.

Þá er nú eitthvað annað með Ísmanninn Ógurlega, Sigurð Pétursson fyrrum trollarakaptein. Sigurður Ísmaður leggur aldrei á flótta undan bjarndýri, heldur veður hann undantekingarlaust á móti skepnunni og vegur hana vafningalaust. Þá hefur Sigurður unnið það afrek að synda á eftir blóðþyrstum hákarli og snúið hann úr hálsliðnum með berum höndunum.

Mér er sem ég sjá RAX myndasmið bjóða fullvöxnum og banhungruðum ísbirni byrginn, hvað þá mannætu hákarli. Ég er svo viss um að ef RAX hjólaði í ísbjörn myndi björninn afgreiða hann á augabragði eins og pylsu með öllu og sennilega éta myndavélina hans líka.


mbl.is Með óðan ísbjörn á hælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband