Leita í fréttum mbl.is

Það er ekkert grín að lenda í sjálfheldu

BerrassiEins og einhverjir ef til vill vita, þá er ekkert spaug að lenda í sjálfheldu; það segir sig nefnilega sjálft, að ef ekki er hægt að bjarga þeim er í sjálfheldunni lendir er maðurinn með ljáinn vís. Eitthvað er til af frásögnum er greina frá því hvernig fórnarlömb sjálfheldu visnuðu upp á nokkrum dögum eða vikum og deyðu fyrir allra augum. Það var að sögn hryllileg upplifun fyrir alla er á horfðu.

Fyrir þremur árum lenti Kolbeinn okkar Kolbeinsson í sjálfheldu í klæðaskáp í svefnherbergi heima hjá frú nokkurri í uppsveitum Kópavogs. Þetta vildi þannig til að Kolbeinn fylgdi frú þessari heim til hennar af vertshúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar heim til frúarinnar kom, barst leikurinn beint inní svefnherbergi og þar uppí hjónarúm. Varð þá þegar glatt á hjalla og fóru frúin og Kolbeinn á kostum í vinarhótum hvort við annað. En því miður kom eignmaður frúarinnar óforvandis heim eins og skrattinn úr sauðarleggnum, en hann er sjóvíkingur mikill, risavaxinn og rammur að afli, stórskorinn og ljótur í andliti og með svo langa handleggi að helst minnir á skipsbómur. Þegar hjúin í hjónarúminu urðu vör mannaferða í húsinu stökk Kolbeinn eins og byssubrendur uppí fataskáp með fataleppana sína í fanginu og lokaði hurðinni á eftir sér. Og inní þessum skáp mátti Kolbeinn svo hýrast í fjóra langa og myrka sólarhringa, því sjóvíkingurinn vék ekki úr herberginu allan þann tíma, drakk bara bara linnulaust brennivín og var því alsgáðari sem hann drakk meira og hnoðaði kerlingu sína af fítónskrafti og ósviknum losta á tveggja tíma fresti. Það var ekki fyrr enn sjóvíkingrinn var kallaður til skips að Kolbeinn losnaði úr prísundinni neær bugaður af hungri og skelfingu. Mátti og heldur ekki tæpara standa að hann andaðist ekki þar í skápnum því að eigin sögn hefði hann ekki lifað af fimmta sólarhringinn í sjálfheldunni.


mbl.is Í sjálfheldu við Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Góður eins og vanalega. Steingrímur Joð, sem nærri daglega er í pólitískri sjálfheldu, kippti sér varla við þetta, byði eftir skippernum að Norðan með Árna sér við hlið að redda sér.

Björn Jónsson, 19.8.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha ha ha.... þETTA ER SVAKALEGT !

Var frú Ingveldi ekki farið að lengja eftir Kolbeini ?

Níels A. Ársælsson., 19.8.2011 kl. 23:52

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jú, hún leitaði hans viti sínu fjær af bræði útum allar trissur þessa daga sem hann var horfinn.

Jóhannes Ragnarsson, 20.8.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband