Leita í fréttum mbl.is

Svona atburðir eru blessunarlega algengir.

perr3.jpgÞað er sem betur fer ekki einsdæmi að eiginmaður komi að eiginkonu sinni í loflegum ástarkrækjum við annan mann; slíkir atburðir eru blessunarlega algengir og alltaf jafn áhugaverðir og lyftandi fyrir andann.

Það eru heldur ekki nema fáeinir mánuðir síðan Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri kom að eiginkonu sinni, frú Ingveldi, í svæsnum leik við flagarann Stefán kossageit, sem margar misófrýnilegar sögur eru af. En þar sem Kolbeinn Kolbeinsson er frjálslyndur maður að öllu leyti og skemmtilegur að ýmsu leyti, þá tók hann þessu framtaki konu sinnar með því að fljúga aftan á Stefán kossageit og kenna honum stafróf ástarinnar á tyrknesku líkt því þegar hundur kennir tíkur á víðavangi. Stefán kossageit brást hinsvegar ókvæða við einbeittum vilja Kolbeins og hjóp allsnakin á dyr og var handtekinn af lögreglunni neðar í götunni fyrir ósiðlegheit á almannafæri. Þegar Stefán, gleðipinni frú Ingveldar, var horfinn úr húsi brugðu þau Kolbeinn og frú Ingveldur á það ráð að kynda uppí hjónabandsglæðunum og farnaðist vel.


mbl.is Kom að eiginkonunni í bólinu með öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.8.2011 kl. 20:54

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha ua ha ha ha ha ha .....

"En þar sem Kolbeinn Kolbeinsson er frjálslyndur maður að öllu leyti og skemmtilegur að ýmsu leyti, þá tók hann þessu framtaki konu sinnar með því að fljúga aftan á Stefán kossageit og kenna honum stafróf ástarinnar á tyrknesku líkt því þegar hundur kennir tíkur á víðavangi".

Þetta er mögnuð lýsing sem vel hefði getað verið í Heimsljós.

Níels A. Ársælsson., 27.8.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband