Leita í fréttum mbl.is

Þegar ég heyri góðra ungmenna getið

_slenski_faninn.jpgAlltaf gleðst ég innilega þegar ég heyri góðra ungmenna getið, enda lyftist á mér brúnin þegar ég las um unga, efnilega fólkið sem gerði aðsúg að lögreglunni í gærkvöld. Þarna var, sýnist mér, hinn sanni baráttuandi í fyrirrúmi og mikið má vera ef þarna er ekki sá andspyrnuneisti á ferðinni sem með tímanum gæti orðið að byltingarbáli. Þessi kraftmiklu ungmenni, sem buðu lögregluvaldi auðvaldsins byrginn af mikilli reisn fyrir utan prangarabúlluna 10-11, eru nú eitthvað annað en undarennufúkkanördin sem eyða kröftum sínum í að sleikja sér uppvið kennara eins og blauðir kettlingar og ganga prúðbúin í ungliðadeildir stjórnmálaflokkanna og verða að þessum óviðkunnanlegu landeyðum og væskilmennum sem við þekkjum svo allof vel af illu einu.

Nú, þá er ekkert annað en að hvetja hina byltingarsinnuðu krakka til frekari dáða í framtíðinni og óska þeim allra heilla. 


mbl.is Gerðu aðsúg að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband