Leita í fréttum mbl.is

Vígslubyskub? - Hvað er nú það?

Og byskubinn hann birtist

(blessun sé með oss)

í gífurlegu stuði, ríðandi á Guði,

hafandi hann fyrir hross.

prestur13.jpgOg hvað á svo þessi vígslubyskub að vígja? Það liggur að minnsta kosti ekki í augum uppi. Er þessi fígúrugangur máske af sama toga og Þórður gamli skírari, sem aldrei sást skíra nokkurn lifandi mann?

Eða er þessi kyndugi titill ef til vill eitthvað í smbandi við að vígja brýr, félagsheimili og minnismerki?

Eða eins og Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri sagði þegar hann villtist augafullur inní herbergi til vígslubyskubsmaddömunnar: - Fyrst kallinn þinn má ekki vera að því að vígja þig og dívaninn þarna í horninu geri ég það sjálfur.


mbl.is Kristján kjörinn vígslubiskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband