Leita í fréttum mbl.is

Af hvaða efni er háls Jóhönnu fullur?

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Satt að segja er mér fjandans sama hvort Jóhanna Sigurðardóttir stendur í rifrildi við labbakútana í SA lengur erða skemur, eða bara alls ekki, því það er hvort sem er ekkert meira að marka gargið í þessum hænsnum en í pútunum sem verpa eggjum fyrir Stjörnuegg h/f að Vallá á Kjalarnesi.

Það eina sem er umhugsunarvert í þessari grein er fyrirsögn hennar: ,,Svarar SA fullum hálsi." Ef ég skil rétt, þá er það Jóhanna nokkur Sigurðardóttir sem er með fullan háls af einhverju sem ekki er gerð nánari grein fyrir í fréttinni.

En hvað er það í raun og veru sem Jóhanna er með fullan hálsin af? Það væri notalegt að vita það. Er kerlingaranginginn máski svo stífluð af andstyggilegu kvefi, sannkölluðum brjósthroða, að hálsinn á henni er bókstaflega fullur af þessháttar vessum sem ævinlega er fylgifiskur svæsinna kvefsjúkdóma? Eða er verið að gefa í skyn að háls forsætisráðherra sé flóandi fullur af einhverju efni sem hefur þannig orð á sér að velsæmis vegna sé ekki undir neinum kringumstæðum hægt að nefna það á nafn?

Eða hver andskotinn sjálfur er hér eiginlega á ferðinni?

Það er víst nóg sem á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er lagt í ræðu og riti af misruddalegum andstæðingun hennar svo ekki sé verið að dylgja með einhvern ófyrirleitinn dónaskap í sömu andrá og sagt er frá vopnaviðskiptum Jóhönnu og SA-safnaðarins.


mbl.is Svarar SA fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Væri ekki fínt að senda Jóhönnu Sigg til Afganistan. Þar gæti hún með sinni alkunnu hæfileikum slegið SKJALDBORG um Afganskan almenning, þeim til vermdar. Þá væti hægt að senda allt þetta tindátastóð til síns heima ?

Björn Jónsson, 4.9.2011 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband