Leita í fréttum mbl.is

Frelsun verkafólks undan svikulum forysturæflum er verkfni númer 1. 2. og 3.

_gust_a_motmaela.jpgHvað sem deilum nokkurra atvinnuverkalýðsrekenda líður væri lang æskilegast að leggja Starfsgreinasambandið niður sem fyrst og stofna þess í stað Landsamband verkafólks, sem stæði utan við ASÍ.

Þegar Starfsgreinasambandið var stofnað á sínum tíma í stað Verkamannasambands Íslands var engu líkara en skorið væri á flest tengsl milli forystunnar og hins almenna félagsmanns. Bara það að nota orðskrípið ,,Starfsgreinasamband" á samtök verkafólks segir kanske meira en mörg orð um afstöðu foringjanna til stéttarbaráttu og verkalýðshyggju.

Og um alvarlega klofningsiðju framvarðarstveitar verkafólks á Höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík, sem stana að svo kölluðu Flóabandalagi þarf ekki að fjölyrða. Þetta hraksmánarlega framtak umræddrar framverðarsveitar er glæpur, úttroðin af spillingu og óheiðarleika.

Það er því fyrir löngu tími til kominn að frelsa verkafólk Íslands undan svikulum og gjörsamlega óhæfum forystuódámum, sem um langan aldur hafa verið algjörlega samdauna auðvaldinu, kerfi þess og ójafnaðarhyggju.

Og verkafólki vantar fleira. Því vantar öflugan pólitískan bakhjarl, róttækan stjórnmálaflokk, sem stendur undir nafni sem höfuðvígi stéttarbaráttu verkafólks.

Að þessu eiga félagi Aðalsteinn og þeir sem honum fylgja að einbeita sér að á næstunni, en láta gagnslaust þras við lítilmenni eins og Björn framsóknarmann á Akureyri, Kristján í Keflavík og herra Bessason í Eflingu lönd og leið. 


mbl.is Kemur til greina að leggja SGS niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband