Leita í fréttum mbl.is

Bættur sé skaðinn

catMér sýnist á öllu að þarna hafi taglhnýtingar valdakerfisins, sjálfsblekkingarinnar og Gamla Íslands hrokkið fyrir borð hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Bættur sé skaðinn.

Það hlýtur vera mikil og góð hreinsun innan Hagsmunasamtakanna að losna við værðarfullar rolur sem falla á knén í hvert skipti sem andstæðingurinn býður uppá svikasættir. Á þessháttar fénað er ekki hægt að stóla. Það ætti nefnilega að vera hverjum sæmilega þenkjandi og góðgjörnum mönnum að vera ljóst, að hér á landi breytist ekkert nema að undangenginni byltingu, alþýðubyltingu. Þeim, sem ekki geta hugsað sér að taka þátt í þjóðþrifaverki af því tagi, má likja við þann gelta fresskött sem nennir ekki að veiða sér mús og fugla til matar en lætur sér nægja að bryðja í sig þurrmatinn frá Whyskas sem eigansi hans mylgrar að honum af lítilli virðingu. 


mbl.is Herskáar aðferðir og pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband