Leita í fréttum mbl.is

Rorra meðvitundarlausir í kvótadái

xv9_1057606.jpgHvernær hefur heyrst af því að íbúar á suðurfjörðum Vestfjarða hafi staðið upp á fundum um sjávarútvegsmál og gengið á dyr til að mótmæla glæpsamlegu fiskveiðistjórnunarkerfi?

Aldrei.

Hvenær hefur þetta fólk sýnt þeim sem barist hafa gegn kvótakerfinu á þeirra heimasvæði samstöðu?

Aldrei.

Ónei, þvert á móti hafa sveitarstjórnirnar á sunnanverðum Vestfjörðum lagst svo lágt að verja umrætt fiskveiðistjórunnarkerfi með kjafti og klóm þrátt fyrir að þetta eyðingarkerfið hafi nánast gengið af þessum byggðarlögum dauðum.

En hvernig stendur á því að sveitarstjórnir suðurfjarðanna hafi gerst hatrammir varðhundar kvótakerfis sem hefur leikið þær svo grátt?

Jújú, vegna þess að hin vesælu sveitarsjórnargrey kusu fremur að þóknast forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en íbúunum á svæðinu, auk þess sem allmörg af þessum furðulegu eintökum voru að gæta sinna þrengstu persónulegu hagsmuna í ,,kvótaeign.

Það skýtur því skökku við að þetta fólk skuli alltíeinu ranka við sér útaf vegarlagningu inná Barðaströnd eftir að hafa rorrað meðvitunarlaust í kvótadái í tuttugu þrjátíu ár.

Reyndar hafa fjölmargir íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps staðið upp vegna kvótakerfisins, en þeir hafa langflestir staðið upp til að flytja burt af svæðinu þar sem orðið var óbúanlegt fyrir þá þar.


mbl.is Gengu af fundi með Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ætli sveitastjórnarmenn hafi einhverntíman hugsað út í það ef kvótakerfið illræmda hefði ekki leikið byggðirnar svona grátt eins og raun ber vitni þá værum við komnir með steyptan veg og jarðgöng undir hálsa og heiðar alla leið suður undir heiðar ?

Nei það minnist engin á það enda þorir ekki nokkur sála orðið nefna kvótakerfið á nafn, enda eins gott !

Ef borin yrði fram tillaga um að 600 manns stæðu upp og gengju á dyr til að sýna kvótakerfinu andúð sína þá yrði það líklegasta niðurstaðan að ekki ein sála þyrði að standa á fætur.

Níels A. Ársælsson., 20.9.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Halló Jóhannes og Níels. Hver var að tala um kvótakerfið hér og hvað kemur sú umræða þessu máli við þ.e. vegagerð á Barðaströnd. Og hvernig ætlar þú að rökstyðja það Níels, að kominn væri steyptur vegur og jarðgöng undir alla hálsa og heiðar alla leið suður undir heiðar?

Bull!

Viðar Friðgeirsson, 20.9.2011 kl. 15:29

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég ræð því nú líklegast sjálfur, Viðar, um hvað ég skrifa á minni bloggsíðu.

En einkennileg og ólík, að ég ekki segi annarleg, eru samt viðbrögð fólks á sunnanverðum Vestfjörðum annarsvegar við kvótakerfinu og hinsvegar gagnvart fyrirhuguðum vegaframkvæmdum á Barðaströnd. 

Ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi smita íbúa þessa landssvæðis af svartadauða myndu sveitarstjórnargægsnin þar um slóðir eflaust heimta að læknirinn myndi sprauta alla í héraðinu við tásvepp. Því að ekki má koma í veg fyrir farsóttir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið af stað.

Jóhannes Ragnarsson, 20.9.2011 kl. 15:47

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Auðvitað ræður þú því sjálfur hvað þú skrifar á þinni síðu og fyrirgefðu mér átroðninginn, mér finns þú hinsvegar tala mjög niður til fólks sem hér um ræðir og ekki telja um mikið vit að ræða meðal þess, en hvað finnst þér annars um þennan gjörning innanríkisráðherra í þessu vegagerðarmáli? Um það snerist greinin sem varð hvatinn að skrifum þínum.

Viðar Friðgeirsson, 20.9.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

haha þið eruð fínir .... held þetta sé rétt hjá ykkur öllum ..... annars í sjálfu sér hefur þetta ekkert með pólitík sérstaklega að gera .. heldur viljan til að keyra þetta í gegn á þann hátt að fólk komist vestur á öruggan sem og fljótlegastan hátt .... Nilli nú er það ferðamennskan maður ... skítt með kvóta eða venjulega vinnu, nú skulu heimamenn flytja inn handprjón frá Kína og selja túristum sem íslenskt ;)

Jón Snæbjörnsson, 20.9.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband