Leita í fréttum mbl.is

Íslenska stúlkan sigurstranglegust

girl2.jpgMér er sagt að fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur sé afar sigurstranglegur að þessu sinni. Og kemur þar margt til. Íslenska fegurðarstúlkan, Inga Kolbeinsdóttir, er nenfilega allt í senn: tröllmyndarleg, gáfuð, góðhjörtuð, reglusöm og bráðflink í handavinnu, svo sem prjónaskap og eðlisfræði.

Aðvitað hafa myndarlegri piltar verið henni handgengnir og óþreytandi við að reyna að vinna ást hennar til frambúðar. Inga Kolbeinsdóttir hefur því um skeið haft í mörg ból að líta, en hún er þeirrar skoðunnar, að henni sé nauðsynlegt að vanda til verka og prófa sem flesta áður en hún tekur ákvörðun um hver eigi að hljóta það hnoss að verða eiginmaður hennar.

Meðfylgjandi mynd var tekin af fegurðardísinni, Ingu Kolbeinsdóttur, á keppnisstað í gær þegar hún var í óðaönn að undirbúa sig fyrir lokaorrustuna í keppninni Ungfrú heimur.


mbl.is Ungfrú heimur í 60 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband