Leita í fréttum mbl.is

Ófagurt vitni um spillta hugsun og heilaþvott

kapital5Ef eitthvað er að marka þessa skoðannakönnun, þá ber hún heilastarfsemi landsmanna ekki fagurt vitni. Það er engu líkara en háttvirtir kjósendur séu ofurseldir hinni gjörspilltu fjórflokkshugsun, bókstaflega heilaþvegnir. Sé þetta rétt, er ekki við neinu góðu að búast í framtíðinni, þjóðin vill greinilega halda áfram að vaða lýgina, ójöfnuðinn og spillinguna upp fyrir haus. Þetta minnir á sjúkling sem kýs fremur að láta krabbameinið malla óáreitt áfram í kroppnum á sér, en að leita sér lækningar og láta fjarlægja meinsemdina.
mbl.is Vilja Hönnu Birnu sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Þú og hann  Jón Frímann eruð óborganlegir.  Viskan, þorið, rökfestan, að ekki sé talað um manngæskuna og kærleikann til náungans skín af ykkur báðum. Hvílík gæfa okkar Íslendinga að eiga ykkur tvo til að vísa okkur aumum veginn.

K.H.S., 17.11.2011 kl. 10:54

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta sem þú segir, Kári Hafsteinn, á einungis við Jón Frímann, ekki mig, utan hvað, að því verður ekki neitað að það er vissulega gæfa Íslendinga að eiga mann eins og mig innan sinna vébanda.

Þaheldénú.

Jóhannes Ragnarsson, 17.11.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband