Leita í fréttum mbl.is

Demí er lánsöm að vera aðeins tvíkynhneigð

kol1Það er mesta mildi ef rétt er, að Demí Moore sé aðeins tvíkynhneigð. Ástandið væri mun verra ef hún væri þrí- eða fjórkynhneigð, eða þaðanaf meira. Þá ku það vera mikið böl að vera aðeins einkynhneiðgur, leiðigjarnt með afbrigðum, litlaust og fúlt.

Í mastersritgerð frú Ingveldar við Háskóla Íslands, heldur hún því fram með óyggjandi rökum, að einkynhneigð sé stórt þjófélagslegt vandamál því að það leiði af sér heimilisófrið, einelti og drykkjskap. Þá lendi einkynheigðir iðulega í sálfræðilegri blindgötu, sjái ekki handa sinna skil né kunni fótum sínum forráð og verði jafnvel að lokum kynvillunni að bráð. Þá sé nú betur heima setið en af stað farið. Þá mælir frú Ingveldur í ritgerð sinni eindregið með sjálfskynhneigð fyrir alþýðufólk, því hún sé einföldust og útlátaminnst og skilji alþýðumanninn ekki eftir ráðvilltan og öfugsnúinn með taugaflækju og margvísleg ör á sálinni.

Þannig að Demí Moore er býsna vel sett, miðað við aðstæður, með sína geðfelldu tvíkynhneigð. Þó held ég að allir velþenkjandi fræðimenn séu sammála um að hún ætti að huga að klausturlífi áður en lengra er haldið.  


mbl.is Demi Moore er tvíkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Mér finnst að það ætti að gera þig að heiðursborgara Ólsara. Maður með þvílíka yfirburðaþekkingu í kynhneigð er vandfundinn. Þegar þú hefur greint alla í Ólafsvík þá ættirðu að líta við á Hellissandi, en margt hefur breyst þar frá því að Clausen gamli var og hét.

ÞJÓÐARSÁLIN, 20.11.2011 kl. 09:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert óborganlegur Jóhannes.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2011 kl. 10:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessar kynhneigðir eru tómt vesen... nema e.t.v. sjálfkynhneigð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 11:28

4 Smámynd: Marta smarta

Frábær pistill Jóhannes :D

Marta smarta, 20.11.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband