Leita í fréttum mbl.is

Berrassaðir í jólasnjónum á Austurvelli

nak2.jpgÞað er áreiðanlega göfugt að mótmæla meðferð á þeim kvikindum, sem notuð eru til að sauma úr pelsa og annan fatnað. Þessi dýr eru uppfóstruð frá fæðingu í þröngum búrum, látin éta viðbjóðslegan hræring úr allskonar óþverra og kálað á einhvern skemmtilegan hátt, hengd, skotin eða kyrkt, allt eftir því í hvernig skapi loðfeldabóndinn er í það og það skiptið.

Að mótmæla nakin er mjög áhrifaríkt og færir þeim er það gera framúrskarandi árangur, sem ýmisr aðrir ættu að notfæra sér, til dæmis Samfylkingin.

Sá er verið hefur mest böl Samfylkingarinnar á hennar glæsilega ferli, er ótvírætt Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Útaf hans nærveru hefur samfylkingafólk verið mánuðum saman á róandi lyfjum og svefntöflum, gengið til sálfræðinga, geðlækna, presta og hagfræðinga, en án árangurs. Heilsa samfylkingarfólks hefur stöðugt versnað og versnað og er nú svo komið að það er þungur baggi á heilbrigðiskerfinu.

Nú væri ráð fyrir ráðherra, þingmenn og velunnara Samfylkingarinnar, að fara að dæmi dýraverdunarsinna á Spáni og fjölmenna naktir úti á Austurvelli á morgun til að mótmæla Jóni Bjarnasyni þangað til hann sér sér ekki annað vænna en segja af sér ráðherraembætti og flytja búferlum til Nýjasjálands.

Þið getið svo, kæru lesendur, reynt að sjá samfylkingarsöfnuðinn fyrir ykkur, berrassaðan úti í jólasnjónum á Austurvelli við hliðina á jólatrénu góða.


mbl.is Nakin mótmæli dýraverndunarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband