Leita í fréttum mbl.is

Rottugangur í rúmfataskápnum

ingv12.jpgÞað má svo sem satt vel vera, að desember sé annasamasti mánuður Sigríðar Trolasíus, mig varðar ekkert um það. Hitt kemur mér skemmtilega á óvart, að ungfrú Trolasíus skuli vera slíkur kaffisvelgur og raun ber vitni. En hún verður vissulega að gæta sín, því ekki eru þeir svo ófáir sem hafa orðið vitstola af kaffidrukk og verið lokaðir inni í búri það sem eftir var ævinnar.

Þá þykir mér mikið varið í að hin bráðunga sönggyðja búi í íbúð, sem er á stærð við kústaskáp eða skókassa. Það kemur í veg fyrir óþarfa umsvif og ónytsamlegar tilfæringar.

Hinsvegar er hætt við að rottur geri sig heimakonar í litlum íbúðum. Það er þeirra veikleiki. Ég man til dæmis eftir þremur rottum, sem hreiðruðu um sig í rúmfataskáp í lítilli íbúð, sem kunningi minn leigði. Auðvitað átu bölvuð nagdýrin göt á sænguverin og lökin svo að kunningi minn þorði aldrei að bjóða kvenmanni með sér heim, því það er allt annað en skemmilegt fyrir glaðsinna konu að vakna upp í sannkölluðu rottubæli með ókunnan kauðalegan náunga, auk þess berrassaðan, sér við hlið. Þessháttar getur riðið sómakærri stúlku hreinlega að fullu.

Og ekki orð um það meir. 


mbl.is Róandi og huggulegt að vaska upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband