Leita í fréttum mbl.is

Á leið til hymmna með Kim Jong-il

reiðarslagSvo bregðast krosstré sem aðrir raftar. Og nú ætlar hjartað í gamla Filippusi að fara að bresta, og það svona rétt fyrir jólin. Það má búast við einhverri sorg á aðfangadagskvöld í Buckinghamhöll, ef svo illa tekst til að Filippus karlinn andast og fer samferða til hymmna með Kim Jong-il. Ekki það að Kim Jong-il sé ekki nógu góður félagsskap fyrir Filippus, öðru nær. Þvert á móti eru svona karlar ævinlega hver sem annar, ekkert nema manngæskan og viðkunnanlegheitin.

Og ósköp held ég Elísbet drottnig verði einmanna ef Filippus verður úr heimi hallur. Enda er ekkert skemmtilegt fyrir káta og hressa konu að verða ekkja og láta aðrar kerlingar hlægja að sér. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að Elísbet nái sér í ekkjustandinu í stæltan stegg, frekan til fjörsins og elegant, sem munar ekki um að segja ,,upp með pils og niður með brækur" oft á dag við Elísabetu.

Hinsvegar hef ég meiri áhyggjur af Karli prinsi og gömlu kerlingunni sem deilir svefnherbergi með honum. Þetta gamla skar er nefnilega komin á það stig að fá reiðarslag þá og þegar, með allri þeirri skömm sem því fylgir fyrir Karl. Og hvað gerir Kaarl þá? Ekki getur hann náð sér í aðra konu því að engin kona vill svona álappalegan mann með þessa líka skítasögu að baki sér.    


mbl.is Filippus prins fluttur á spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband