Leita í fréttum mbl.is

Ógeđfelld góđverk

gu_jorg.jpgÍ mínum augum er ţađ ógeđfelld ófyrirleitni og niđurlćging fyrir land og ţjóđ ţegar fyrirtćki, sem sópađ hefur af sér aflaheimildum landsmanna á vafasaman hátt, og lýtur forystu fyrrverandi stjórnarformanns Glitnisbanka, tekur sig til og purđar tugum milljóna í ,,góđverk" á sínu heimasvćđi. Ţađ er full ástćđa til ađ vara fólk viđ ,,góđmennsku" af ţessu tagi og taka ţau ekki góđ og gild. Ţví ađ međ svona gjöfum eru hinir gjafmildu auđherrar fyrst og fremst ađ blekkja alţýđu manna í ţví skyni ađ auđvelda sér ađ deila og drottna yfir henni. 

Vonska auđmanna er slćm, en góđmennska ţeirra er jafnvel verri, ţví hún er gjarnan knúin áfram af grćđgi og óendanlegri hrćsni.

Og félagi Ólafur Ragnar Grímsson á auđvitađ ekki ađ láta sjá sig á góđgerđarsamkomum Samherja né annarra slíkra. Ţađ er smekkleysa ad hálfu forseta Íslands. 


mbl.is Samherji gefur 75 milljónir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Ţórarinsson

Svona ósmekklegar athugasemdir hef ég aldrei séđ á blog.is. Jóhannes ţú sem ert Ólafsvíkingur og landsbyggđarmađur ćttir ađ vita hvađ ţetta er okkur mikilvćgt ađ hafa svona sterkt fyrirtćki í sveitarfélaginu. Ţađ nemur tugum miljóna sú ţjónusta sem Samherji kaupir af fyrirtćkjum á svćđinu og fyrirtćkiđ aflar hundruđi starfa á svćđinu og hefur sýnt ţađ margoft ađ ţađ eru stjórnendur ţarna ađ verki sem hafa hag starfsfólks mjög ofarlega í sínum verkum.

Ţú mátt mín vegna skammast yfir ţeim stjórnvöldum sem sköpuđu kerfiđ ţar áttu heima en láttu hina í friđi sem vinna samkvćmt kerfinu og skila samfélaginu miklum fjármunum.

Tryggvi Ţórarinsson, 29.12.2011 kl. 09:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir međ Tryggva.

Samfélagssjóđur Alcoa Fjarđaáls hefur látiđ nokkur hundruđ miljóna króna renna til ţarfra mála á Austurlandi, m.a. til heilbrigđismála, björgunarsveita, lista og íţróttamála . Fólkiđ hér eystra er ánćgt međ ţađ.

Ţetta er ánćgjuleg viđbót viđ ţá byltingu sem fyrirtćkiđ hefur látiđ af sér leiđa í atvinnumálum á svćđinu. Ekki bara í fjölgun starfa, ekki síst hjá háskólamenntuđu fólki, heldur hefur samkeppnin um vinnuafl leitt af sér ađ Austurland er ekki lengu láglaunasvćđi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.12.2011 kl. 11:12

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég frábiđ mér allt kjaftćđi um ósmekklegheit í pistlinum hér ađ ađ ofan. Landsbyggđin er víđa eins og sviđin jörđ eftir ađfarir Samherja og annarra útgerđarfélaga af svipuđu kalíberi. Ađ láta sig hafa ađ hćla samherjaauđvaldinu í hástert er álíka geđslegt og ađ mćra Björgólfsfeđga, Jón Ásgeir, Ólaf Ólafsson í Samskip og Finn Ingólfsson, en Samherjaskrímsliđ er ađ sjálfsögđu hluti af sömu skítahrúgu. Svo skulum viđ ekki gleyma ţví, ađ yfirstrumpurinn í Samherja var stjórnarformađur Glitnisbanka ţegar hann hrundi.

Og viđ skulum líka hafa ţađ hugfast, ađ ,,samfélagsgjafir" samherjanna, Alcoa og annarra slíkra eru frádráttarhćfar frá skatti, ţannig ađ líta má á ađ ţessir gjafmildu herrar séu ađ gefa fé almennra skattborgara. Sveiattan!

Jóhannes Ragnarsson, 29.12.2011 kl. 11:36

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Skömmu fyrir aldamót 1900 var John D. Rockefeller sennilega hatađasti mađur Ameríku. Slóđ hans var ţakin gjaldţrota keppinautum og í röđum verkamanna var hann hatađur fyrir vćgast sagt óprúttna framkomu í nokkrum verkföllum.

Til ađ hressa upp á mannorđiđ réđi hann til sín fremsta auglýsingasérfrćđing samtímans, Ivy Lee. Hann ráđlagđi gamla ógnvaldinum ađ gefa árlega lítiđ brot auđćfa sinna til háskóla, sjúkrahúsa og annarra líknarmála, en gera ţađ á eins áberandi hátt og mögulegt var.

Til ađ tryggja vinsamleg blađaskrif ráđlagđi hann Rockefeller ađ ganga međ gljáandi smápeninga upp á vasann í hvert sinn er hann kćmi fram opinberlega og gefa smákrökkum sem vćru viđstaddir. Međ ţessum ađferđum tókst John D. ađ hreinsa mannorđ sitt í augum almennings og fékk smám saman orđ á sig fyrir ađ vera göfugt og barngott gamalmenni.

Gjafastarfsemin tók brátt á sig vísindalegri svip og áriđ 1913, viđ tilkomu tekjuskattsins, breyttust góđgerđastofnanir í hrein gróđafyrirtćki. Ţingmađurinn Wright Patman gerđi töluvert viđamikla rannsókn á viđskiptaháttum góđgerđastofnana snemma á síđasta áratug.

[Wright Patman, TAX-EXEMPT FOUNDATIONS: THEIR IMPACT ON SMALL BUSINESS, 1964] Gott dćmi um hvernig hćgt er ađ spila á ţetta kerfi kemur fram í skýrslu um stofnanir David G. Baird, eiganda Baird and Company. Áriđ 1937 stofnađi hann ţrjár "góđgerđa"stofnanir og tíu árum seinna voru samanlagđar tekjur ţeirra 7.250.000 dollarar.

Öll ţessi ár voru ţćr önnum kafnar viđ ađ gefa hverri annarri gjafir og ađeins 160.000 dollarar sluppu út fyrir hringinn í formi raunverulegra gjafa. Á ţennan máta sparađi Baird sér milljónir í skatta. Sami leikurinn er leikinn í sambandi viđ erfđaskatta; ćttarauđurinn er látinn ganga á milli kynslóđa í gegnum góđgerđastofnanir—skattfrjálst.

Jóhannes Ragnarsson, 29.12.2011 kl. 11:38

5 Smámynd: Tryggvi Ţórarinsson

Ţetta er alveg eins og ađ hlusta á allt VG liđiđ í einum kór ásamt sumum SF liđum í bakröddum.

Ég er hćttur ađ hlusta á svona málflutning eftir ađ VG tók upp á ţví ađ peppa upp fjármálastofnanir á íslandi og ţađ á okkar kostnađ. Án atvinnulífs erum viđ ekkert.

Tryggvi Ţórarinsson, 29.12.2011 kl. 12:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband