Leita í fréttum mbl.is

VG-liðar eiga að reka Steingrím J. úr flokknum

herSteingrímur J. Sigfússon lýgur því blákalt, að brottrekstur Jón Bjarnasonar tengist ekki Evrópusambandsumsókninni. Það er hreinn viðbjóður að horfa uppá svona málatilbúnað og það sé ráðherra í þokkabót og flokksformaður sem leyfir sér svona hræsni og lygaþvætting.

Steingrímur J. Sigfússon hefur afrekað það að flæma þrjá þingmenn VG úr flokknum a tiltölulega stuttum tíma, og tveir eða þrír í viðbót sitja klofvega á borðstokknum. Þess utan er fylgu VG í frjálsu falli, stefnumál og hugsjónir sviknar, auk þess sem formaðurinn hefur einungis verið formaður hluta flokksins, á hina hefur hann litið á sem andstæðinga sína og ekkert viljað af þeim vita.

Það vita allir hvað gert er við skipstjóra sem missir hluta af skipshöfn sinni í sjóinn sökum óaðgæslu og hroka og fær auk þess ekki bröndu úr sjó. Þessháttar skipstjóri er auðvitað rekinn áður enn honum tækist að gera meira af sér, svo sem eins og að sökkva skipinu með manni og mús og setja útgerðina á hausinn. Að minnsta kosti væru vinir Steingríms í Samherja fljótir að reka slíka skipstjórnarmenn af skipum sínum.

Svo væri gott fyrir samfylkingarfólk að gera sér grein fyrir, að brotthvarf Árna Páls tengist að hluta þeirri staðreynd að hann fer svo mikið í taugarnar á Steingrími, á sama hátt Jóhanna Sig þolir ekki Jón Bjarnason. Árni Páll er nefnilega að gjalda þess nú, að hann var stuðningsmaður Ólafs Ragnars í Alþýðubaneingrími dalaginu sáluga.

Ef félagar í VG gera ekki uppreisn gegn Steingrími og reka hann úr flokknum, mun Vinstrihreyfingin grænt framboð heyra sögunni til innan nokkurra missera. 


mbl.is Tengist ekki Evrópumálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef félagar í VG gera ekki uppreisn gegn Steingrími og reka hann úr flokknum, mun Vinstrihreyfingin grænt framboð heyra sögunni til innan nokkurra missera. 

Vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér.  Þetta er bara svo hræðilega sorglegt og illskiljanlegt.  Þetta fólk er rusl Jóhanna og Steingrímur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það kemur í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki, en ég tel rökrétt að svona fari ef fram heldur sem horfir. Yfirgangur, hroki og lýgi eru engum góðir ferðafélagar, ekki einusinni Steingrími og VG.

Það er nokkul langt síðan að ég gerði mér grein fyrir að Steingrímur væri mjög lélegur flokksformaður inn á við, eiginlega ónothæfur. Hann hefur fyrst og síðast haldið sér á floti á mælskunni og ófyrirleitninni, - já, og á hrekklausu hrekklausu fólki sem trúað hefur á hann. 

Jóhannes Ragnarsson, 30.12.2011 kl. 21:53

3 identicon

Heil og sæl æfinlega; fornvinir góðir - Jóhannes og Ásthildur Cesil, sem aðrir gestir, hér; á síðu !

Þó svo; ég sé yst úti á Hægri brúninni, eins og þið þekkið, svo mæta vel, get ég ekki annað, Vestlendingur að hálfu - Sunnlenzkur; á aðra vegu, en tekið heilshugar undir, með ykkar mjög skynsamlegu ályktunum, gott fólk.

Með; hinum beztu kveðjum, út undir Enni vestur - svo og, til heimahaga Ásthildar, einnig / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heill monn ágæti Óskar bestu kveðjur til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband