Leita í fréttum mbl.is

Gvendur galni og slefandi niðursetningar.

xd7.jpgÁ sínum tíma var í Húvatnssýlu sýslumaður sá er heitið hefur Guðmundur Ingjaldsson, stórbokki mikill, hrokafullur og ríkur af eignum og péníngum. Guðmundur sýlumaður var svo fjarri því að vera við alþýðuskap, að lengra varð ekki komist í þeim efnum.
Einn var þó sá galli á gjörvileik Guðmundar sýslumanns, sem menn höfðu í flimtingum við ýmis tækifæri, en hann var sá að hann væri vafalaust heimskasti maður sýslunnar, sem honum var trúað fyrir að stjórna, og í ofanálag stórbilaður. Af þeim sökum var hann ævinlega kallaður Gvendur galni, til aðgreiningar frá öðrum Gvendum, en aldrei bara Gvendur eða Guðmundur sýslumaður.

Eitt frægasta verk Gvendar galna var að skipa niðursetning nokkurn hreppsstjóra í sveit einni í Húnavatnssýslu. Niðursetningur þessi var einn af þessum dæmigerðu hreppsómögum, sem víða mátti finna hóstandi í flatsæng í gluggalausri baðstofu á þeim dögum.

Auðvitað leist bændum ekkert á blikuna þegar Þórður niðursetningur í Halakoti var kominn með skjal uppá að hann væri löglegur hreppsstjóri, undirritað og stimplað af Guðmundi Ingjaldssyni sýslumanni. Þeir vissu sem var, að Gvendur sýslumaður var geggjaður og heimskari en sauðnaut ofan af Grænlandsjökli, en að honum myndi detta í hug að framkvæma aðra eins skömm og að gera hóstandi niðursetning að hreppstjóra hafði þó aldrei hvarflað að þeim.

Nokkrum öldum síðar hugkvæmist æðsta embættismanni þjóðarinnar að draga tvo slefandi hreppsómaga uppúr flatsæng frjálshyggjunnar, hrunsins, gjaldþrotanna, spillingarinnar og ómennskunnar og fela þeim að fara með stjórn þjóðarinnar, þvert ofaní allt sem skynsamleg getur talist. Það er víst óhætt að segja að Íslendingum hefur ekki farið fram andlega og siðferðilega síðan Gvendur galni var sýslumaður á Norðurlandi.
mbl.is „Verkið er í höfn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband