Leita í fréttum mbl.is

Máría Borgargagn og Handređurinn eru líka fjallafólk.

kol20.jpgEitt af ţví einkennilega í ţjóđlífi okkar er sú undurskrýtna stađreynd, ađ Máría Borgargagn og Indriđi Handređur, sambýlingur hennar, eru heilmikiđ útivistarfólk ţegar sá gállinn er á ţeim. Ţau eru til dćmis frćg fyrir ađ taka sig upp ţegar minnst varir og ćđa uppum fjöll og firnindi eins og áttavillt geitfé. Sjaldnast hafa ţessar fjallaferđir ţeirra gengiđ andskotalaust fyrir sig; ţau hafa villst, dottiđ ofaní skurđi og gil, ekiđ jeppanum útí botnlaust dý ţar sem hann hvarf og hefur ekki sést síđan, og svo framvegis.

Stöku sinnum hafa frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson fariđ međ Borgargagninu og Handređnum í upplífgandi hálendisferđir, sannkallađr ćvintýraferđir, ţar sem óvissan og háskinn hefur ráđiđ ríkjum viđ hvert fótmál. Varla ţarf ađ taka fram, ađ í ţessum ferđum hafa ţessir ferđafélagar veriđ vel byrgir af alkohóli, kannabisi, kókaíni og amfetamíni til ađ auk sér úthald, kraft og skemmtun.

Í fyrrasumar fóru ţau öll fjögur í mikla hálendisgöngu, sem átti, samkvćmt áćtlun, ađ taka fjóra daga. Á öđrum degi rákust ţau á frönsk hjón, sem ţeim var sundurorđa viđ. Frú Ingveldur, sem kunn er fyrir ađ láta verkin tala, greip í bringuna á hinni frönsku konu og hratt henni öfugri ofaní blautt moldarflag og tók til viđ ađ velta konukindinni uppúr drullusvađinu. Auđvitađ ćtlađi frakkneski eiginmađurinn ađ rétta konu sinni hjálparhönd og skakka leikinn, en ţá ruku Kolbeinn og Handređurinn eins og einn mađur á karlinn og hugđust veita helvítinu verđuga ráđningu, helst ráđa hann af dögum, enda eru Kolbeinn og Indriđi Handređur báđir komir af útilegumönnum og sauđaţjófum ađ langfeđgatali og blóđ ţeirra ţví fljótt ađ segja til sín upp til fjalla. En fransmanninum tókst međ herkjum ađ rífa sig lausa úr klóm ţeirra félaga og tók til fótanna sem mest hann mátti, og ţeir á eftir. En ţví miđur lauk ţessum ógurlega eltingarleik međ ósköpum ţegar fransarinn reif öll tólin undan sér er honum mistókst ađ stökkva yfir gaddavírsgirđingu, sem varđ á leiđ hans. Ţegar Kolbeinn og Handređurinn sáu hvernig komiđ var fyrir óvini ţeirra ţótti ţeim ekki gustuk ađ hegna honum meira og sneru ţví til baka. Stuttu síđar mćttu ţeir frönsku konunni á harđaspretti niđur hlíđarslakka og var hún ţá bćđi kviknakin og útötuđ mold og drullu og sennilega úr öllu sambandi viđ lífiđ og tilveruna af hrćđslu.

Tveimur dögum síđar varđ Kolbeinn Kolbeinsson ađ neyđast til ađ ganga örna sinna úti í náttúrunni. Hann valdi sér ađ fara bak viđ stóran stein til fremja verk sitt, sem honum tókst ađ mestu ágćtlega. En ţegar hann hafđi lokiđ sér af og kominn aftur til ferđafélaga sinna, stóđ hálfsubbulegur grasbrúskur uppúr buxnastreng hans ađ aftanverđu. Ţegar Máría Borgargagn, Indriđi Handređur og frú Ingveldur sá útganginn á okkar manni lustu ţau upp ćgilegum hlátri og fylgdu margskonar ógeđslegar athugasemdir í kjölfariđ. Á ţeirri stundu sór Kolbeinn Kolbeinsson ţess dýran og ófrávíkjanlegan eiđ, ađ fara aldrei aftur í fjallaferđ, ekki einusinni í göngutúr innanbćjar sem vćri lengri en fimmtíu metrar. Ađ svo búnu yfirgaf hann ferđafélagana og stefndi eftir auganu beint til byggđa međ garsbrúskinn góđa eins og dindil uppúr buxnastrengnum. 
mbl.is Vilborg Arna komst á tind Denali
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband