Leita í fréttum mbl.is

Dauðaleit stóð yfir í allan dag að Kolbeini og Indriða Handreði

kol5_1204888.jpgSjálfsagt er mörgum nokk sama hvað Kári Stefánsson er að sýsla dags daglega. Sumum finnst sjálfsagt að Kári hafi tekið sér rúmlega of mikið fyrir hendur um ævina og eru þakklátir Drottni fyrir hvern dag sem  þeir heyra ekki minnst á kallgarminn. Auðvitað er Kára og Oddi spekingi í ættfræðinni frjálst að smíða eins margar tilgátur og kenningar og þeim þóknast um ,,hugsanlega arbera stökkbreyttu BRCA brjóstakrabbameinsgenanna", - því fleiri kenningar þeim mun betra, og öllum er fjandans sama.

En snúum okkur að öðru og alvarlegara málefni: Í gær stigu þeir kumpánar, Kolbeinn Kolbeinsson og Indriði Handreður, um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli og héldu af landi brott. Undir kvöld vóru þeir á áfangastað, það er að segja í Hamborg í Þýskalandi, nánar tiltekið í götu þeirri sem kennd er við Herbert nokkurn, sem ég veit því miður engin skil á.

Í Herbertstrasse tóku þeir óðar til ópilltra málanna, svo sem Íslendingum hefur löngum verið gjarnt þegar þeir hafa komist út fyrir landsteinana, og þöndu hvurn kvenmanninn af örðum, sem þar búa, af sannri lífslist og kumrandi ánægju.

En í morgun, -  í morgun - tóku konur þeirra félaga, þær frú Ingveldur og Máría Borgargagn, eftir því að eiginmenn þeirr vóru á bak og burt og hvergi finnanlegir innan höfuðborgarmarkanna og því síður úti á landi. Biðu þær ekki boðanna og tilkynntu lögreglu og björgunarsveitum um mannahvarf. Lögreglu og björgunarsveitaforingju þótti reynar fyrir sitt leyti fullmikið í lagt og óviðeigandi að flokka óútskýrða fjarveru Kolbeins skrifstofustjóra og Handreðsins undir mannshvarf; týndir hundar kettir væru meira alvöru og áhyggjumál en ósýnileiki fyrrnefndra sómamanna.

Nú, björgunarsveitir lögðu af stað með ólund og hálfum huga til að leita að Kolbeini og Indriða, gengu fjörur og gáðu hvort þeir væru ekki drukknaðir í Reykjavíkurtjörn, litu inná nokkrar knæpur og hringdu í alræmd óreglukvendi og spurðurst fyrir um þá. En allt kom fyrir ekki, enginn hafði orðið var við piltana í svo og svo marga daga.

En nú undir kvöld varð helvískum Handreðnum það á að hringja í kunningja sinn í Kópavogi og tilkynna honum glaðhlakkalega, að nú væru þeir Kolbeinn staddir í Herbertstrasse og væru á stuttum tíma búnir að vinna meira hervirki í Þýskalandi á einum sólarhring en Adólfi sáluga Hitler hefði nokkurn tíma tekist, og var á honum að skilja, að þeir félagarnir væru búnir að gilja svo til allt kvenkyns á Þýskalandi og vildi meina að afrek þeirra væri í fullu samræmi við lúherska trú og kenningu. Þegar samtalinu var lokið, hringdi kunninginn um hæl í Máríu Borgargagn og skipaði henni að afturkalla leitina að Kolbeini og Handreðnum og snúa sér þess í stað til leitarflokka í Þýskalandi til að hafa uppá þeim.

Árla mjög í fyrramálið eiga frú Ingveldur og Máría Borgargagn bókað far til Berlínar og þaðan ætla þær með járnbrautarlest til Hamborgar til standa menn sína að verki. Má búast við miklum átökum og grimmum þegar fundum þeirra ber saman og verða þau eflaust svo harðvítug, að starfstúlkurnar í Herbertstrasse halda að nú sé enn ein andskotans heimstyrjöldin byrjuð í Þýskalandi.
mbl.is Auðvelt að komast hjá banni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband