Leita í fréttum mbl.is

Það var af sérstakri ástæðu sem Brynjar vondalykt pissaði á gólfið

Karlmenn nota ýmsar aðferðir til að ganga í augun á konum. Sumir gera sig afar prúðmannlega í fasi og heiðarlega í andliti meðan aðrir reyna að vinna hið veikara kyn á sitt band með fimmaurabröndurum á færibandi ásamt settlegu handapati og hlátrasköllum milli brandara, eða jafnvel í miðjum brandara, sem talið er ennþá betra.

Svo eru það þessir sem telja heppilegast til árangurs, við að laða að sér kvenfólk, með því að gera eitthvað ósiðlegt eins og til dæmis að pissa á gólfið fyrir framan augun á þeim. Einn slíkra manna er kol26.jpgBrynjar vondalykt. Hann hefur oft áður pissað á gólfið á opinberum veitingastöðum, auk þess að múna lýðinn, sem kallað er, og kasta af sér vatni utaní veggi, barborð og hvað annað sem fyrir er. Sjálfur staðhæfir hann að þessi aðferð hafi fleytt honum á augabragði uppí rúm margra kátra kvenna.

En í gærkvöldi brást svo  Brynjari vondulykt bogalistin, þegar hann lét sig hafa að míga á mitt gólfið í vertshúsi nokkru, sem hingað til hefur ekki verið hátt skrifað hvað siðferði varðar. Ekkert vantaði uppá að nærstaddir kvenmenn glenntu upp glyrnurnar af aðdáun á tilburðum vondulyktarinnar og tveim elskulegum karlmönnum tók að rísa hold við sjá hið sprænandi hold Brynjars vondulyktar.

Því miður vildi svo illa til í gærkvöldi, að vertinn á umræddum veitingarstað var í vondu skapi og kunni allsekki að meta tiltektir Brynjars og hringdi í snarhasti á lögregluna, sem brást vel við eins og segir í fréttinni hér að ofan.

Við hin, sem erum gæddar góðu siðferði og kunnum mannasiði útí hörgul, vonum að nú láti Brynjar vondalygt sér segjast og endurskoði aðferðir sínar við að koma sér í mjúkinn hjá álitlegum kvenkostum, sem brugðið hafa sér útá lífið í ævintýraleit.
mbl.is Kastaði af sér vatni á gólfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband