Leita í fréttum mbl.is

Frú Ragnhildur magister í norrænum fræðum. I. hluti.

images

Gamla frú Ragnhildur, magister í fornbókmenntum, sem setið hafði að grúski áratugum saman með gleraugun á nefinu, stóð dag nokkurn upp úr sæti sínu og sagði öllum sínum fræðum og doðröntum að fara til andskotans; hún væri, hvort sem er, fyrir löngu búin að fá yfir sig nóg af þessum endemis lygaþvættingi.    Ennfremur varpaði hún á dyr eiginmanni sínum, dr. Arnkatli Karlssyni, prófessor í Norður-Evrópskri miðaldasögu. Þá setti hún sig í samband við börn sín, þau Gretti, Þórólf og Hallgerði, og fyrirbauð þeim að ónáða sig eftirleiðis; hún kærði sig nákvæmlega ekki um nein samskipti við þau og þeirra börn hvað þá heldur aðra ættingja.            Hvur djöfullinn hefur hlaupið í kerlinguna?, spurði Arnkell , öldungis forviða, en börnin gláptu ráðþrota hvert á annað. Þau voru öll sem eitt þrumulostin yfir ruddalegu framferði frú Ragnhildar og grimmd. Að hugsa sér: kona á hennar aldri að haga sér svona. Sennilega væru þetta þó elliglöp sem hvolfst höfðu svona illilega yfir hana eins og hellt væri úr fötu, og við því væri svosem lítið að gera; öldrunin tæki ævinlega sinn toll í ýmsum myndum.    Og Frú Ragnhildur, sem greinilega var harðákveðin í sínum elliglöpum, flutti sama dag og hún tilkynnti ákvörðun sína, í litla þriggja herbergja íbúð í blokk í austurbænum.   

    Var síðan allt kyrrt um hríð, að minnsta kosti á yfirborðinu.

                                                                       (Framhald síðar) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

þú verður nú að vera með rösklega framvindu á þessu.  Kemur manni á bragðið og hættir svo bara sisona......

Sigurður Ásbjörnsson, 24.2.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband