Leita í fréttum mbl.is

Af setningarræðu Steingríms J. á landsfundi VG

images

Ég tók mig til og prentaði út setningarræðu Steingríms á landsfundi VG. Úr prentaranum vall ræðuflaumur formannsins upp á einar 13 blasíður, og það hvein og söng í prentaragarganinu svo á köflum hélt ég hann væri hreinlega að gefast upp á ræðulátunum.

Þegar ég fór yfir ræðuna, fór sem mig grunaði. Það má ljóst vera, að Steingrímur er kominn með fullkomna rörsýn á ráðherrastól þann sem hann hefur væntingar til að setjast í að loknum kosningum.

Einhversstaðar í ræðu sinni (jú, það mun vera á bls. 6) fullyrðir formaðurinn að Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé vinstri flokkur og hnykkir á með að segja: Við erum ekki miðjuflokkur!!! eins og það þurfi að taka sérstaklega fram að "vinstriflokkur" sé ekki "miðjuflokkur".

Ef ræðan er skoðuð nánar, kemur í ljós að formaður vinstriflokksins minnist hvergi á verkalýshreyfingu eða hlutverk hennar til eða frá. Er það trúverðugur vinstriflokkur sem kemur sér algjörlega hjá því að nefna verkalýðshreyfingu á nafn eins og hún sé ekki til? Það næsta sem formaðurinn kemst,  að ýja að verkalýðshreyfingu, má finn á bls. 9. En þar segir Steingrímur: "Í níunda lagi myndum við bjóða "aðilum vinnumarkaðarins" til viðræðna við stjórnvöld um breyttar áherslur í launamálum, þar sem að tvennt væri meginmarkmiðið: að hækka lægstu laun umtalsvert í tengslum við skattkerfisbreytingar sem léttu sköttum af fólki upp að lágmarkslaunum ... En hitt meginmarkmið slíkra viðræðna yrði að segja kynbundnum launamun stríð á hendur ..."

Mín skoðun er einfaldlega, að flokkur sem ekki hefur stéttarbaráttu og verkalýðshyggju af einhverju tagi á dagskrá á ekkert tilkall til að kalla sig vinstriflokk. Samkvæmt því er Vinstrihreyfingin - grænt framboð ekki vinstriflokkur nema að nafninu til - því miður.

Að öðru leyti  er keimurinn af ræðu Steingríms formanns ekki ósvipaður á bragðið og málflutningur framsókanrmanna þegar þeir voru síðast í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, því miður er VG bara vinstriflokkur að nafninu til.  Sorglegt .  Vantaði algjörlega að Grímsi myndi tala um verkalýðinn.  Hann er bara alveg gleymdur.  Hvaða snobb er þetta?!!!

Gerður (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband